Vel varinn
Hilmir lét sig hafa það að afskrýðast glimmergallanum (jólafötunum) sínum og fór með okkur út eftir hamborgahrygginn til að skjóta upp smávegis með grönnunum okkar. Flugeldasýningin var að hætti íslenskra útrásarvíkinga og fljótlega flokkuðust sænskir grannar út og stóðu með okkur í metersdjúpum sköflum í 15 mínusgráðum og störðu upp í himininn. Ég held að gleðin hafi verið stærðst og mest hjá þeim félögum Hilmi og Arnþóri (4 og 6 ára) sem voru ósparir á tilkynningarnar um hver "ætti" hvaða rakettu. Það er hvaða pabbi það hefði verið sem hefði kveikt í ljósadýrðinni á himninum ;)
Eftir sprengingarnar flýttum við okkur aftur heim í kot, fengum okkur desert og horfðum öll saman á Disney teiknimynd með snakkskálarnar. Hilmir var sofnaður hálftíma síðar, hefð samkvæmt, ofaná mömmumalla.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home