Niðurávið og þá er allt frammávið !
Við erum mjög áttavillt þessa dagana. Öll nema litlibróðir sem ákvað að sjá að sér, hlusta á náttúrúlögmálið, og snéri sér í snarhasti niðurávið í mömmumaga.
Enda var síðasti sjéns til þess í dag. Fórum nefnilega í morgun eldsnemma niður á mæðravernd til að láta skella sónartæki á magann og athuga í allra allra síðasta sinn hvernig hann snéri svo hægt væri að bóka vendingu núna í vikunni ef hann væri ennþá í uppréttri stellingu. Ég var að sjálfsögðu búin að margundirbúa mig andlega undir bæði vendingu og sitjandi fæðingu. Hvoru tveggja ekkert sjálfgefið mál og mörg "ef" sem oft enda í að barnið er hreinlega tekið með keisara.
En viti menn ! Fallegt form (höfuðlaga)birtist á skjánum sem reyndist vera búið að koma sér langt oní grindina þannig að ljósmóðirin okkar útskrifaði mig sem "höfuðstöðu, fixerað" í skýrslunni.
Nú er bara að slaka á og leyfa hlutunum að gerast á sínum hraða :)
Enda var síðasti sjéns til þess í dag. Fórum nefnilega í morgun eldsnemma niður á mæðravernd til að láta skella sónartæki á magann og athuga í allra allra síðasta sinn hvernig hann snéri svo hægt væri að bóka vendingu núna í vikunni ef hann væri ennþá í uppréttri stellingu. Ég var að sjálfsögðu búin að margundirbúa mig andlega undir bæði vendingu og sitjandi fæðingu. Hvoru tveggja ekkert sjálfgefið mál og mörg "ef" sem oft enda í að barnið er hreinlega tekið með keisara.
En viti menn ! Fallegt form (höfuðlaga)birtist á skjánum sem reyndist vera búið að koma sér langt oní grindina þannig að ljósmóðirin okkar útskrifaði mig sem "höfuðstöðu, fixerað" í skýrslunni.
Nú er bara að slaka á og leyfa hlutunum að gerast á sínum hraða :)
1 Comments:
Mjöög gott!
Mamma
By
Nafnlaus, at 10:23 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home