Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

13 júlí 2005

All is well :)

Fór í reglubundna skoðun til ljósmóðurinnar (þessarar sem ég er með venjulega... sem betur fer!) í morgun. Var hálfhrædd um að ég myndi mælast aftur með sykur í blóði og/eða þvagi og passaði mig extra vel í gær og í morgun að borða skynsamlega. Það launaði sig nú aldeilis því "sykurtalan" var í sögulegu lágmarki eða 5,4 (var 10,6 f. 2 vikum þegar allt fór í háaloft) !! Bumban var líka núna komin aftur á rétta kúrfu stærðarlega séð, blóðþrystingurinn alltaf lár og fínn og bingóstrákur snýr enn með höfuðið niður í undirbúningsstellingu fyrir að koma í heiminn ;)

Ingó er fastákveðin í að gíska uppá dagsetninguna 18. ágúst sem fæðingardag og ég er nú alveg einstaklega sátt við það... væri þá 9 dögum á undan áætlun en samt alveg innan eðlilegra marka. Vil það mun frekar en að sitja og bíða vikum saman með hendur í skauti og horfandi á bumbuna án þess að nokkuð gerðist. Geri allavega ráð fyrir að vinna eins lengi og mér líður vel, hef enga fasta dagsetningu fyrir "lokavinnudag"... læt það bara ráðast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home