Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 júlí 2005

Hitinn óbærilegur !

Þessa dagana er 25-30 stiga hiti í Stokkhólmi og víðast hvar um Svíþjóð.... gerir það að verkum að manni er farið að dreyma um að komast í kaldara loftslag... einsog t.d. á Íslandi ... eða Alaska... annaðhvort ! Erfiðast er að vera í vinnunni því að þar er engin loftræsting eða loftkæling, opnir gluggar gera bara íllt verra því þá sleppur hitinn inn :( Aumar borðviftur eru hér á miljón í öllum herbergjum og við sem vinnum hér slugsumst um í hitakasti á tásluskóm og eins litlum klæðnaði og hægt er að komast upp með á opinberum vinnustað ! Mar verður óttalega dofin í svona miklum hita. Bingóbaunastrákur (sem oft er kallaður lillemann þessa dagana) er heldur ekkert að fíla hitan og lætur mikið fara fyrir sér, næturnar eru mér verstar... þið getið rétt ímyndað ykkur mig liggjandi sængurlausa og kviknakta í svitakófi uppí rúmi einsog strandaður hvalur. Orðið erfitt að fara á fætur þegar mar er svona klunnalegur og kúlan harðnar við minnsta álag. *púff* !!
Ég og Ingó fórum í gær í nýuppgötvað hafsbað sem er bara í 10 mínútna akstursfjarlægð frá heimilinu. Var alveg ólýsanlega yndislegt að vaða útí kalt (20° C) hafið og láta sig fljóta um þar. Líka svo gleðilegt að finna svona snyrtilegan baðstað þarsem allt er í boði; klósett og skiptiaðstaða, sjoppa, "kaffihús", bílastæði, bæði strandlengja og graslengja til að liggja á og svo alveg dæmalaust hreint bæði vatnið og hafsbotninn sjálfur. Ef ég mætti ráða væri ég þar akkúrat núna :) Allavega skárra fyrir mig, hvalinn að synda í sjónum heldur en vera strönduð uppí rúmi.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home