Með einn inní kúlunni og aðra ofaná...

Verðandi mamma í prufukeyrslu... enn og aftur ;) Óli hélt uppá þrítugsafmælið sitt um daginn með grillveislu á húsþakinu í Sundbyberg. Ég fékk náttlega að máta Emilíuna enn og aftur (mar fær sko aldrei leið á því) og .essi elska bara steinsofnaði í fanginu á mér. Bingóbaunin varð alveg agalega forvitin við að einhver lítill aukahjartsláttur lægi uppá kúlunni sinni og gerði sitt ítrasta í að sparka í Emilíu þarsem hún lá og svaf vært ;) Hún lét þetta semsagt ekkert á sig fá... það var bara ég sem reyndi að þóknast öllum og færa hana til þegar spörkin og hnoðin urðu sem frekust !

2 Comments:
Ég ætla ekki að vera einhver "stalker" hérna ... en mér fannst ég bara verða að láta þig vita að ég var að fá jákvætt úr þungunarprófi í dag!!!
Ég var líklega með vísi af óléttu þegar ég skrifaði færsluna um daginn eftir allt saman!
Kveðja Kristína.
By
Kristína, at 4:47 e.h.
Tjihí, Emilía og strákalingur bara strax orðnir vinir. Auðvitað varð hann aðeins að heilsa upp á hana fyrst hún var svona nálægt:=)
Kveðja,
Iris
By
Iris og Oli, at 8:08 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home