Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 júlí 2005

Og enn bætist í bingóbaunarbúið

Loksins kom rúmið og skiptiborðið sem við vorum búin að panta og bíða eftir í mánuð, Ingó fór og sótti það í gær og við vorum voða fegin að þetta kæmist inní bílinn okkar án þess að gera stórar tilfæringar á sætunum. Plan B var að leigja lítinn "skutlbíl" á næstu bensínstöð svo við gætum ferjað þetta heim....
Þetta er ósköp látlaust hvítt rimlarúm en stórsniðugt skiptiborð, það er nefnilega bara svona plata með hliðarköntum til að setja ofaná rimlarúmið ! Sparar massamikið pláss og á vonandi eftir að nýtast okkur vel. Ef ekki þá er það engin stór sorg því skiptiborðsplatan var alls ekki dýr miðað við öll hin frístandandi og fyrirferðamiklu skiptiborðin. Bæði má sjá hér (26E Troll Tei-rúmið og 26I Troll Sängskötbord).
Í gær kom líka pakki með póstinum frá Helgu (verðandi bingóbaunar-ömmu) með ungbarnasæng, teppi, fötum og fleiru sem á eflaust eftir að nýtast vel.
Ætlum svo að fara eina allsherjarinnar "kaupa-það-sem-vantar" ferð fljótlega og klára dæmið af..... verður svo gaman að setja saman öll þessi nýju húsgögn saman og fylla kommóðuna af barnafötum og heimilið af babygræjum ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home