Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

21 júlí 2005

Seinasti vinnudagur nálgast

Farin að finna betur og betur fyrir því að seinasti vinnudagurinn hér í vinnunni nálgist óðfluga. Tók mig til um daginn og fór í gegnum prívat-gögn og dót hérna á skrifstofunni minni og setti í snyrtilegan kassa. Fannst ég vera óvenju snemma á ferðinni en svo er búið að ákveða að þegar afleysingarmanneskjan mín kemur núna í lok næstu viku eigi hún að setjast strax á "minn stað" og ég í sæti ritara "forstjórans"! þarsem ég á svo að sitja þartil hún kemur úr fríinu sínu 3 vikum seinna. Eftir það ætla ég bara að sjá til hvort ég vinni heilan eða hálfan dag enda ætti þá að vera bara vika í settan dag bingóstráksmætingu. Verður undarlegt að sitja á öðrum stað enda er ég búin að vera hér í mínu friðarholi í 2 1/2 ár ! Rúlla með mér stólnum mínum svo ég hafi einhvað til að minna mig á gamla staðinn ;)

Annars dauðhlakkar mig til helgarinnar ! Nýja svefnherbergissjónvarpið (20" flatskjársgræja) kom í dag þannig að þá getum við farið í alsherjarbreytinguna þar inni. Koma upp sjónvarpinu, færa rúmið, skipta um gluggatjöld, gera höfuðgaflinn, setja saman barnarúmið og kommóðuna og koma því fyrir.... *hlakketíspakk* !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home