Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

19 júlí 2005

Projektmanneskjan ég

Er í hannyrða og projekt stuði þessa dagana. Fann á föstudaginn þessa líka fínu verklýsingu á hvernig maður gæti gert sinn eigin brjóstagjafapúða og fór strax að græja útbúnaðinn. Fékk lánaða saumavél hjá Írisi og byrjaði strax daginn eftir að gera innri púðann úr gömlu sængurveri sem ég var á leiðinni að fleygja. Svo var farin Ikea ferð og keypt efni, rennilás daginn þar á eftir og loksins í gær fann ég svona "fyllingarkúlur" til að setja inní púðann. Í gærkvöldi var hann því fylltur, lokað fyrir, ytra byrðið sett á, rennt upp og voila! þessi líka fíni púði komin á svæðið fyrir slikk (nýr kostar svona gripur um 5-600 SEK). Vildi svo vel til að Emilía var í heimsókn ásamt foreldrum sínum svo púðinn var prufukeyrður á alvörubarni bæði við brjóstagjöf og almennt með að kúrast með henni uppí sófa og púðinn stóðst öll próf með glæsibrag :)
Er alveg hrikalega ánægð með mig núna..... finnst ég agalega móðurleg að geta gert svona alveg sjálf með eigin tíu fingrum og hnetuheilabúi.

Næst á dagskrá er að gera svona mjúkan höfuðgafl fyrir hjónarúmið. Keypti efni í gær og um helgina ætlum við að kaupa MDF plötu, svamp og leigja heftibyssu og vinda okkur í málið. Held þetta allt saman flokkist víst undir hreiðurgerð ;) *kurr kurr*

1 Comments:

  • En hvað þú ert flink ... nú verðurðu svo að sauma öll fötin á barnið er það ekki?

    Góð hugmynd með mjúka höfuðgaflinn, kannski að maður hermi ... ef það má?

    By Blogger Kristína, at 3:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home