Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 nóvember 2005

Þrælapískarinn á heimilinu

er hann Hilmir ! Hvergi unir hann sér jafn vel og lengi einsog sitjandi í "ömmustólnum" sínum horfandi á mig VINNA! (já... vinna heimilisstörf).
Lengi vel höfum við haft þá morgunrútínu að fara frammúr eftir að hann er búin að lepja morgunmatinn sinn (sem berst honum í fljótandi formi) og fara fram í eldhús svo ég geti fengið mér morgunmatinn minn. Þá fær hann að sitja í stólnum sínum við fætur mér og horfa á mig, eða.. eftir því sem hann verður færari með sínum eigin höndum... skoða kusubókina sína. Stutt innskot; kusubókin er mjúk bók sem skrjáfar og hringlar í með litríkum myndum af kusum af öllum gerðum.
Ég hef markvisst látið hann sitja þarna lengur á hverjum degi og nú er svo komið að hann unir sér alveg hreint ágætlega þarna... með því skilyrði að ég hafi einhvað fyrir stafni. Í byrjun hélt ég mig við eldhúsið; vaskaði upp og gekk frá, svo pillaði ég takkana af eldavélinni og þvoði. Þreif og endurraðaði hvern skápinn á fætur öðrum, bakaði köku.... og svo framvegis.
Í gær gafst ég upp á eldhúsinu og færði mig og þrælapískarann í hásætinu sínu frammí stofu þarsem ég þurrkaði af. Þrælapískarinn fékk ekki nóg þannig að ég færði okkur inná bað þarsem ég þreif allt hátt og lágt !
*dæs*
ílla farið með mann ? Efast um að Ingó eigi eftir að láta þrælapískast með sig þegar hann fer í fæðingarorlof ;)

1 Comments:

  • hmmm, mann grunar að Ingó standi á bak við þetta allt saman... getur það verið???

    By Blogger María, at 2:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home