Kvöldmatur: soðið ljón


Hilmir virðist ekki ætla að fara langt frá áhugamáli móður sinnar ; eldamennska og eldhúsvera. Í leikherberginu á Kulturhuset sem hann fær að leika í (í staðinn fyrir opna leikskólann sem er lokaður á sumrin) nær daglega. Þar fer hann oftast beinustu leið í míní-eldhúsið og dútlar sér þar við að snúa tökkum á míní eldavélinni og þykjast vaska upp í míní vaskinum. Þessi mynd náðist af honum þegar hann var að fara að kveikja undir dýrindis kvöldverði; soðið ljón í potti ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home