Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 mars 2007

Algjört apótek

Hilmir nýlega orðin góður af eyrnabólgunni og þá tekur það næsta við.... augnsýkingin... aftur !! Reyndar ekki nærri því eins hrikaleg einkennin og síðast þegar hann fékk þennan óþverra í augun en hann verður agalega pirraður greyið. Sem betur fer hringdum við strax í lækninn og fengum tíma hjá henni nokkrum klukkustundum síðar. Hún skrifaði líka strax uppá augndropa handa honum svo við eigum von á að þetta líði hjá á nó-tæm.
Loksins loksins skrifaði hún líka uppá sterkari hóstasaft útaf lungnaskítnum sem er að bögga hann. Hann er búin að vera með leiðindahósta í fleiri mánuði núna og við höfum einstaka sinnum gefið honum hóstasaft fyrir svefninn ef hann er mjög slæmur. Skánar þá í smástund en svo kemur það bara aftur... og aftur... og aftur.
Hann ætti þá að vera einsog nýslegin túskildingur í næstu viku ;) Laus við allar bólgur, slím, gröft og slen.

Í öðrum fréttum ber að nefna að Hilmir kom pabba sínum á óvart í morgun með því að flauta ! Jápp... setti saman varirnar og blés þartil heyrðist pínuponsu *wfluooooo*.
Hann er þá komin með alveg óvenju góða stjórn á önduninni því hann getur líka blásið út kertaloga og snýtt úr nefinu á sér ef maður þarf að nebbaþurrka. Litla sirkúsdýrið okkar ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home