Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 mars 2007

Bibbi ?

Það bætist daglega við einhvað nýtt í orðaforðann hjá Hilmi. Svo liggur hann á orðunum og notar þau ekki lengi vel þartil skyndilega þau eru dregin fram og sönglast með þau hátt og snjallt.
"Bóm" er eitt af þessum orðum. Hreykinn bendir hann á gerviblómið í forstofunni og lætur mann vita hvað það kallast. Annars konar plöntur sígrænar teljast ekki til blóma. Enda eru engin BLÓM á þeim.
Bauð (brauð), spade (skófla á sænsku), banna (banani), jóggú (jógúrt), vaddn (vatn), rita (teikna á sænsku) osfrv. eru meðal orða sem gripið er til daglega.
Við heyrðum svo orðið Bibbi um daginn. Hann hamaðist á því orði. Fannst það sniðugt og flott. Pabbi á bibba og Hilmir á bibba. Mamma á hinsvegar engan bibba.
Þarf enga orðabók til að þýða þetta orð ;)

Svo er hann farin að syngja. Ekki bara eigin laglínur einsog við heyrum oft þegar hann er í góðu skapi, er að teikna einn inní gluggakistu í herberginu sínu eða sulla í eldhúsvaskinum. Heldur alvöru laglínur einsog mar fær á heilann eftir að hafa heyrt einusinni.
Uppáhalds línan er úr "Old McDonald"... og þá heyrist í honum "Íaaajjj-íaaj-jooooo"

1 Comments:

  • Hæhæ Hilmir!
    Við kíkjum sko mjög reglulega hingað inn til að lesa nýjustu fréttir af þér, þú ert orðinn ekkert smá duglegur strákur! :o)
    Já og góða ferð á Klakann, vonandi eigið þið eftir að hafa það rosa gott...
    Bestu kveðjur frá Víði Frey og co.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home