Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

25 mars 2007

Margra mánaða birgðir

Loksins kom að því... svo langt síðan við settum inn myndir á heimasíðuna okkar að við vorum komin með ansi góðan myndalager, og ansi mikið samviskubit. En við bættum sannarlega úr því og þarna má nú finna nóv-des 2006 og jan-feb 2007 myndir af okkur Stokkhólmsbúum.

Nú er bara tæp vika í að við leggjum í langferð og heimsækjum Íslandið. Páskaheimsóknir eru alltaf voða góðar. Vonum bara að veðrið fari að skána þarna á litla landinu svo við þurfum ekki að eyða heimsókninni íklædd vetrarflíkunum sem voru farnar í geymslu vegna vorboðans í Svíþjóð. Leiðinlegt að þurfa að draga allt fram aftur.
Það verður "spennandi" (lesist; áhugavert og taugastrekkjandi í senn) að sjá hvernig Hilmir á eftir að tækla þessa flugferð. Ansi langt síðan síðast og dáldið meiri geta hjá kappanum núna sem krefst þess að hann fái að klifra, labba, hlaupa, hoppa, fikta, pota, syngja, öskra og forvitnast að hjartans lyst. Fer einhvernvegin ekki heim og saman við aðþrengt rýmið í Flugleiðavélunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home