Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 mars 2007

For your information; framtíðarplönin !!

Þá getum við loksins opinberað framtíðarplönin fyrir hverjum sem lesa vill. And here goes ;

Við ætlum að búa í Svíþjóð næstu 3-4 árin í það minnsta.
Ég er að fara í háskólanám... loksins... í Stokkhólmsháskóla. Það er allavega stefnan og svo er bara að krossa putta og vona að ég komist inn því það eru bara 80 pláss í boði í draumanáminu. Fullt nafn á því námi er Personal, arbete och organisation og er einhverskonar mannauðs/atferlis/fyrirtækjarekst/sálfræði/uppeldis... já... þið skiljið.

Vorum svo dúndurheppin að fá ofsa fína 4ra herbergja, 109 fm íbúð í Kista (úthverfi Stokkhólms) sem er í göngu/hjólafæri við vinnuna hjá Ingó. Það sem er best við þessa íbúð er að við erum að leigja í 1:a hand, þ.e. beint frá húseiganda. Svoleiðis samningar eru sjaldséðir á leigumarkaðinum hér. Tryggir okkur sanngjarna leigu, öruggari leigutíma og góð samskipti vegna viðhalds og annars sem tengist íbúðinni.
Íbúðin er á 2. hæð í 3gja hæða míníblokk í nýlega byggðu hverfi (92-93) sem er alveg einstaklega barn- og fjölskylduvænt. Björt og alveg hrikalega rúmgóð með 3 svefnherbergjum, stóru eldhúsi, stofu, svölum og 2 baðherbergjum. Okkur hlakkar mikið til að flytja inn en það ætlum við að gera í lok júní. Fyrir ykkur sem eruð extra forvitin get ég bent á heimasíðu fasteignareigandans sem er með upplýsingar og myndir af hverfinu. Yfirlitsteikning af íbúð eins og þeirri sem við erum að flytja í er þarna undir "ytor, planlösningar...." smella á 4 rum och kök.

Hilmir byrjar svo væntanlega í nýjum leikskóla í ágúst. Eigum eftir að velja nákvæmlega hvaða, sóttum bara um hjá þeim 4 sem eru í göngufæri við nýja heimilið og 2 þeirra buðu Hilmi pláss frá 22. ágúst. Plönum að fara og skoða og velja í lok mánaðarins.

Til að svara strax spurningum sem ég er búin að svara alloft í tengslum við þessar breytingar;
nei, ég er ekki ólétt !
nei, mér var ekki sagt upp störfum. Það var bara alveg komin tími á svona breytingar og okkur fannst glapræði að fara héðan þegar okkur líkar svona vel við land og þjóð, Ingó með frábæra vinnu og draumanámið mitt er innan seilingar.
, við komum heim til Íslands einhverntíman. Miða í augnablikinu við að Hilmir fari í skóla á Íslandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home