Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 apríl 2007

Páskar on æsland

Páskadvölin þetta árið (eins og svo mörg ár á undan) var á Íslandinu. Vorum þar í faðmi fjölskyldunnar frá 1. - 10. apríl og var eins og venjulega þegar stórfjölskyldan kemur saman mikið étið, hlegið, spjallað, prjónað og já... étið. Komum vel kringlótt og súkkulaðifyllt tilbaka. Nema náttlega Hilmir sem kom bara vel pensilínfylltur tilbaka.
Og þá kemur læknasagan mikla;
Eins og glöggir lesendur þessa bloggs vita hefur Hilmir verið óvenjulega mikið kvefaður, fengið eyrnabólgur og augnsýkingar ásamt því að hafa hóstað á jafnt nóttu sem degi í svo marga mánuði að við mundum ekki nákvæmlega hvenær það byrjaði. Heimilislæknirinn okkar hér í Svíþjóð ásamt einum barnalækni voru búnir að hlusta og skoða hann, gefa út recept fyrir allskyns hóstasaftir ásamt því að skammtímapencilínlækna eyrnabólgurnar eftir þörfum. Ekkert meir en það enda héldum við Ingó að við værum bara svona agalega paranojd og óþolinmóðir foreldrar að við ættum nú ekki að kvarta þó barnið væri búið að vera mikið lasið. Svona bara gerðist þegar börn eru á leikskóla.
Sem betur fer eigum við nú góða að sem geta sagt okkur til (Sara systir sem gefst ekki upp á að suða) og fengum við tíma hjá barnalækni daginn eftir að við lentum á Íslandi. Sá læknir var ekki lengi að komast að meininu hans Hilmis; lungabólga, kinnholusýking og eyrnabólga ! Takk fyrir kærlega ! Drengurinn komin á þriggja vikna breiðvirkan pencilínskammt og engin smá munur á skottinu okkar. Höfum ekki þurft að snýta honum í fleiri daga og hóstinn alveg horfin. Sefur einsog lamb á nóttunni okkur til mikillrar gleði.
Það þurfti semsagt íslenskan barnalækni og röntgen.
Spurning hvort við þurfum að fara að sækja alla barnalæknaþjónustu heim. Furðulegt.

Set inn myndir fljótlega frá páskunum á Íslandi.

1 Comments:

  • Ja hérna....., aumingja Hilmir! Vonandi hressist hann úr þessu.
    kveðja,
    Halldóra S.

    By Blogger Halldóra, at 12:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home