Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 október 2007

Stórir strákar fá raflost... og fara svo í bíó

Viðburðarríkur dagur í dag. Hilmir fékk sitt fyrsta raflost og fór svo í bíó í fyrsta skiptið !
Raflostið fékk hann á rafmagnsgirðinu hjá kusunum útá túni þegar hann var í morgungöngu með pabba sínum. Það var marg búið að banna honum að snerta girðinguna, og margoft hafði hann snert hana alveg óvart án þess að kæmi straumur.... en svo gerðist það.... hann snerti og akkúrat þá kom straumpúlsinn á vírinn. Hann skædli voða lengi en ætli honum hafi ekki bara brugðið mest. Ekki svo mikill straumur á þessu sem betur fer !

Eftir hádegislúrinn skelltum við okkur svo barasta í bíó. Það endaði á því að við sáum byrjunina á einni mynd... og svo endirinn á annari. Skiptum þessu svona bróðurlega á milli ;) Ástæðan var sú að Hilmir varð hálf smeykur þegar ljósin slokknuðu og svo var fyrsta teiknimyndin frekar hæg. Þannig að við rölltum barasta yfir í næsta sal og kíktum á framboðið þar. Þar festist Hilmir í söguþræðinum og lifði sig alveg svakalega inn í allt... öskraði af öllum kröftum þegar spennandi atriðin komu og svona ;)
Að sjálfsögðu var í boði popp og fernudjús, ekta bíóferð.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home