Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 október 2007

Vogue - Hilmir style....


Danssporin (sjá mynd) voru tekin á höstbufféinu í leikskólanum núna áðan.... mikið leikið, mikið spjallað og miiiiikið borðað. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið úrval af hakk- og beikonréttum ;) Pastasallatið sló að sjálfsögðu í gegn.
Það var gaman að fá að vera svona á leikskólanum með Hilmi og hitta "kompisana" hans og foreldra þeirra.
Fóstrurnar á deildinni eru líka rosalega duglegar við að taka myndir af börnunum og því sem þau eru að gera þarna á daginn, svo fékk myndasýningin að rúlla á tölvuskjá svo allir sæju. Hvert barn er svo með eigin möppu með myndum af sér í. Hilmirs mappa var með myndum af honum að lita, mála, leira, leika úti og inni, borða og sofa.....
Var búið að spá snjókomu í dag en það varð aldrei úr... í staðinn var hellihellirigning sem við fengum sannarlega að bragða á á heimleiðinni úr leikskólanum. Kannski snjórinn komi á morgun í staðinn ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home