Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 október 2007

Snäääällaaaa...

Hilmir skreið uppí til mín í morgun. Pabbi hans hafði sent hann inn til að "segja mömmu að koma á fætur". Hilmir hlýddi og kom uppí og fann fæturnar mínar og benti stolltur á þær; "fætur!".
Svo hófst beiðnin. "Sjónvarp" segir Hilmir og bendir á núorðið lítið notað sjónvarpið í svefnherberginu. Ég reyndi að þræta fyrir, klukkan orðin margt og við yrðum að drífa okkur frammúr svo næðist að borða morgunmat áður en þeir feðgar legðu af stað í leikskólann.
"Sjónvarp!" hélt Hilmir áfram og skimar um eftir fjarstýringunni.
Mamma þrætir enn fyrir.
Þartil stubburinn bætti við "Snälla".
Þá bráðnaði ég og kveikti á kassanum.

Hann er orðin nokkuð góður í þessum smáorðum. "líka", "núna" og "seinna" eru alveg á réttum stað í setningunni. "mamma koma líka" (með honum í rennibrautina) er til dæmis vinsælt.

Í dag erum við búin að boða okkur í haustbuffé á leikskólanum. Þá eiga allir foreldrarnir að mæta kl. 16.30 og hafa með sér einhvern matarrétt sem hægt er að hafa á sameiginlegu hlaðborði. Svo verður mumsað og spjallað meðan börnin leika sér. Ingó verður útundan en honum leiðist nú ekki því hann er að fara á Sushigerðarnámskeið í kvöld.
Ég ætla að gera pastasalat með kjúkling, beikon, pestó og fetaosti. Vona að það verði nú étið af öðrum en mér og Hilmi ;) Hann gæti sko étið pasta allan daginn, alla daga ef hann fengi að ráða ! Pasta Carbonara er í uppáhaldi en það staðfesti hann með því að segja "gott pasta, besta pasta í heeeeiiimi!". Pabbinn hjálpaði náttlega aðeins til með orðavalið. En gott var það nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home