Amma og Hilmir
Í gær fórum við öll saman í Moderna Museet í brunch. Eftirá kíktum við inn í listaverkstæðið sem er þarna fyrir börn. Þar var hægt að leira, lita og mála að hjartans lyst undir stjórn listaþroskaþjálfara. Hilmir þurfti nú ekkert að kalla í svoleiðis þjálfara enda er amman þrællærð í sínu (lista)fagi og kennir það svo í þokkabót. Bara aðeins eldri krakkar sem hún er vön að kenna en það kom nú ekki að sök.
Annars tókum við eftir því fyrst nún þegar myndirnar voru skoðaðar hversu vel samstillt Hilmir og amman eru. Bæði í grænum fötum og með rauða litinn í hárinu ;) Skylt fólk þarna á ferð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home