Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 október 2007

Merkjadellan óumflýjanleg


Nú er orðið kalt og tími til komin að bæta vettlingum við útifötin á Hilmi. Ekki vinsælt. Alls ekki vinsælt. Við prófuðum allskyns tegundir af vettlingum, bæði fingravetlinga og þumalvetlinga. Ekki að gera sig, allt rifið af jafn óðum.
Þar til við duttum niðrá svona spidermanvettlinga sem eru ekki með fingrum fremst. Á myndinni sést hvað ég meina... þessir vetlingar eru tvöfaldir nefnilega og hægt að taka þá gráu af og nota þá staka.
Success !!
Fyrir það fyrsta getur hann ennþá notað puttana sína, bara lófarnir og hendin sjálf sem helst heit og góð.
Síðast en ekki síst er þessi líka roooosa flotta spiderman mynd á þeim. Ekki það að hann viti hver eða hvað spidermann er en þetta heillar hann alveg ofboðslega. Hann situr meira að segja og horfir á sjónvarpið með vettlingana á sér. Tekur þá snyrtilega af sér þegar hann þarf að borða (svo þeir verði ekki skítugir sjáðu til) en biður svo um þá aftur.
Ég er farin að skilja núna Spiderman nærbuxur, Alfons Åberg húfur og Latarbæjar-fatalínuna einsog hún leggur sig.
Erfiðu fötin (naríur, húfur, kuldagallar osfrv) fá að vera í friði á litlu kroppunum ef einhver karakter er á þeim.
Og við féllum í gildruna.
Lousy parents.
Get bætt við söguna að við létum hann máta kuldagallann um daginn. Hefði viljað eiga vídeó af því. Þetta var svo mikil leiksýning að það hálfa væri nóg; "Hilmir er svoooo flottur!" og "sjáðu, mamma ætlar að fara í gallan þinn!"
Við höfðum varnaglann að múta honum einsog foreldrar Eika gerðu um daginn. Hann var settur í kuldagallann með þeim skilyrðum að hann fengi svo "ís" (frosin barnajógúrt).
Held annars að Hilmir fatti ekki mútur. Hann skilur ekki að hann þurfi að þvo á sér hendurnar ÁÐUR en hann fær að horfa á sjónvarpið. Ef hann sér einhvað sem honum langar í þarf hann aðf á það strax.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home