Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

16 október 2007

Samsæriskenningar, ísát og fimleikar

Við Ingó erum orðin jafn fær og Dr. House að kryfja sjúkdómstilfelli oní nafla. Allavega í barnalækningum.
Afleiðafræði ætla ég að kalla það.
Nýjustu samsæriskenninguna fengum við frá barnalækninum í gær. Fórum þangað í smá spjall og planeringu um hvað skal gera varðandi eyrnabólguna, bakflæðið og allt það. Komumst að því að Hilmir virðist aðallega fá eyrnabólgu á sumrin. Í sumar hefur hann verið með það 1x í mánuði frá apríl - ágúst. Ekki gaman það.
Barnalæknirinn vildi meina að það væri líklegt að hann væri með ofnæmi fyrir grasi eða birki. Að þá lækkaði ofnæmisþröskuldurinn svo mikið að hann fengi vírusa sem orsakaði svo eyrnabólgur.
Hún vildi gera ofnæmispróf á honum í febrúar til að tékka betur á þessu.

Góðu fréttirnar voru nú samt þær að Hilmir var ekki með eyrnabólgu, lungun hljómuðu vel, var orðin heil 15 kíló og rétt tæpir 90 cm að lengd.
Hún dáðist líka að því hvað hann væri duglegur að tala, og það á tveim tungumálum. Varð hissa á því kommenti því ég miða hann gjarnan við eldri börn (Eika) og/eða stelpur á svipuðum aldri (Emilía, Áslaug Edda).
Miðað við þennan undraskara er hann bara einsog babblandi baby. En augljóslega, miðað við síns eigins aldur og kyn er hann stórkostlega duglegur :)

Við verðlaunuðum hann fyrir dugnaðinn hjá lækninum með mjúkís á McDonalds. Hann fór í fýlu þegar hann fékk ekki druss (Dajm) einsog mamma svo við sköffuðum smá Smartiesdrussi á hans ís. Þá varð hann glaður og sat á stólnum sínum og kroppaði upp Smartísinn úr ísnum. Lét ísinn vera en át það litla nammi magn sem var að finna þarna ;) Hljóp svo um eftirá og sýndi fimleikakúnstir (til að ná úr sér orkunni) vegfarendum til millrar skemmtunar.
Hann heldur nefnilega alveg rosalega að hann sé að standa á höndum einsog Elísa stóra systir þegar hann setur hendur og höfuð í gólfið en lyftir einum fæti upp í einu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home