Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 október 2007

Vel lukkaður pönnsusunnudagur

Fylltum heimilið okkar í dag af pönnsum, þeyttum rjóma, sultu.... og fólki ! Var dúndurgaman og Hilmir naut þess að leika við alla krakkana sem komu.
Í dag var líka "tímabreytingardagurinn" en þá er farið úr sumartímanum og klukkan færð aftur um 1 klst. Við notuðum tækifærið með öllum hamaganginum hérna í dag að rugla Hilmi ærlega í ríminu og það virðist hafa tekist. Hann steinsofnaði fljótlega eftir að síðustu gestirnir fóru og sefur vonandi til allavega 7 í fyrramálið.
Hann tók annars á móti fyrsta gestinum og kvaddi sömuleiðis þá síðustu bleyjulaus. Bleyjan fór reyndar á þarna inná milli í cirka klukkutíma eða svo en hann er orðin ótrúlega duglegur að halda fínu fínu nærbuxunum sínum þurrum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home