Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 febrúar 2008

Fyrsti hjólatúr "vorsins"

Hitamælirinn lofaði 16 gráðum og sól í heiði þegar við fjölskyldan risum úr rekkjum miðdagsblundsins í dag. Í tilefni þess ákváðum við að drífa okkur út í hjólatúr útá Akalla Gård sem er hér í hæfilega langri fjarlægð frá heimilinu; 2 lestarstöðvar ef við hefðum tekið lest og cirka 30 mín með hjóli. Passlegt.
Á Akalla gård er alveg heljarmörg leiktæki handa Hilmi að príla í og svo sull-sundlaug (plaskdamm) sem við þurfum að bíða eftir hlýrra veðri eftir.
Við fengum að finna fyrir því að við hefðum þjófstartað aðeins á vorferðinni okkar því engin kaffihús þarna í nágrenninu voru búin að opna. Gerist allt næstu helgi.... góð ástæða til að fara aftur ;)

Á myndinni sést hversu vel uppábúin við mæðgin vorum þrátt fyrir "hitann". Enda eins gott því það snarkólnaði niður í 5 gráður 2 tímum seinna !
Posted by Picasa

1 Comments:

  • ohh heppin þið! hér er allt á kafi í snjó enþá!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home