Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 febrúar 2008

Viskubrunnur

Hilmir kann að telja uppað 12. Hann kann líka flestalla tölustafina, meira að segja líka núll. En stafina kann hann hinsvegar ekki, hefur bara ekki sýnt því áhuga þó við höfum reynt. ("H... eins og í H-i-l-m-i-r" og þá svarar hann tilbaka "H.. einsog í M-a-m-m-a" og skiptir svo snarlega um umræðuefni)
En eitt kann hann.
Og það eru bílamerkin !
Ef hann sér viss bílamerki galar hann upp nafnið á þeim og í langflestum tilfellum hefur hann rétt fyrir sér. BMW, Audi, Peugot og Toyota eru efstir á minnislistanum.

Einhverstaðar verður lærdómurinn að byrja ;)
Ingó ver þetta með þeirri ástæðu að hann er að læra tákn... sem er gott... svona grunnur að stafalærdómnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home