
Það kom "einn góður veðurdagur" á Íslandi um páskana og þá drifum við okkur með afanum og ömmunni í Bláa Lónið. Þetta var frumflutningur Hilmirs í Lóninu og honum fannst þetta allt saman mjög spennandi... svona skrýtið ljósblátt vatn og allt fullt af "skrímslum" (fólk með kísil í andlitinu).
Eftirá var stoppað á kaffihúsinu og fengið sér íspinna eins og siður er eftir sund. Hilmir vakti á sér athygli með því að veifa glaðlega til lónsgesta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home