Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 mars 2008

Hilmir Viktor (also known as Emil í Kattholti)

Erum á Íslandi þessa dagana og Hilmir er að slá í gegn í fjölskylduboðunum. Ein ferming búin og önnur eftir.
Fyrsta fermingin var í heimahúsi og Hilmi tókst að fleygja brúnuðum kartöflubita þvert yfir stofuna þar sem hann endurkastaðist af rándýru málverkinu og endaði í brjóstaskorunni á langömmunni. Sem betur fer var langamamman úr hinni ættinni.. .kom okkur ekki við semsagt ;) Nei djók... bitinn endaði bara í sófanum hjá góðu gömlu konunni sem sagðist alvön svona peyjum einsog Hilmi.
En hann hélt áfram sigurreiðinni með því að græta sér eldri börn yfir bíladeilu og háma í sig bæði kalkúnabringu og ís.
Kvöldið endaði með því að við fengum lánað bílasettið ógurlega sem hann náðist ekki til að hætta að leika sér með til að koma heim. Grunar sterklega að við höfum einfaldlega verið keypt úr húsinu með þessum hætti.
Við þökkum Guðbjörgu, Trausta og Begga kærlega fyrir okkur og fyrir þolinmæðina og elskulegheitin við drenginn okkar... hann Emil-Hilmi.

2 Comments:

  • Ég sá Ingó kasta kartöflu uppí loft stuttu á eftir Hilmi þannig að mig grunar sterklega hvaðan drengurinn hefur þetta! ;) thíhí

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 e.h.  

  • Til hamingju með allt Begga og Ingó :)
    Kv Róbert (Mr Vain)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home