Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

20 apríl 2008

Bílslys gerast þegar minns á varir

Óskemmtilegt eftirmiðdegi hjá okkur á þessum líka lofandi sunnudegi. Sólin skein í heiði og við ákváðum að skella okkur í smá bíltúr og á útikaffihús með leikvelli handa Hilmi. Á leiðinni var keyrt aftaná okkur !!!
Við erum sem betur fer öll heil á höldnu en dáldið shokkeruð og skrýtin. Vonandi ekkert whiplash bara. Verr fór fyrir konunni sem keyrði á okkur því hún var ekki í bílbelti og skallaði því framrúðuna við áreksturinn svo rúðan brotnaði. Henni varr mest í mun að fylla út tryggingarskýrslurnar og koma sér af slysstað en við heimtuðum að beðið yrði eftir sjúkrabíl til að passa uppá að allir væru í lagi. Held hún hafi bara verið í algjöru sjokki og ekki fattað hversu alvarlegt þetta væri.
Fólk sem varð vitni að árekstrinum og stöðvuðu bílana til að hjálpa okkur hringdu á sjúkrabíl og innan við 10 mín seinna voru mætt á svæðið cirka 30 manns í allskyns bruna-sjúkra-bílbjörgunar og lögreglubílum. Ekki nema furða því þetta gerðist á lítillri hraðbraut svo þeir hafa náttlega ekki vitað hverju ætti von á og sent út allt tiltækt lið.
Hilmi varð náttlega brugðið við þetta allt saman en hressist svo þegar slökkviliðsmennirnir tóku hann að sér og buðu honum uppí slökkviliðsbíl að skoða. Í kveðjugjöf fékk hann svo bangsa í slökkviliðsfötum. Þannig að fókusinn hjá honum fór snarlega úr því sem hafði gerst og að því að skoða alla uppáhalds bílana í nærmynd ;)

Hvorugur bílinn var ökufær eftir þetta svo að við vorum keyrð í lögreglubíl uppá nærliggjandi hverfissjúkrahús. Öll skrifuð út innan við hálftíma seinna og ég (Begga) með rótsterk verkjalyf enda er ég dauðhrædd við whiplash skaða sem oftast láta á sér kræla þónokkru eftir sjálft slysið.

Við fáum svo að heyra frá tryggingarfélaginu á morgun. Líklegast verður bílinn bara afskrifaður og okkur borgaður hann út svo við getum keypt annan.

4 Comments:

  • OMG! Er allt í lagi með ykkur? Eins gott að vera í belti og með hjálm á höfðinu þegar maður er úti að keyra. Var hún eitthvað í því þessi sem klessti á ykkur eða var hún bara að mála varirnar?

    Ég vona bara að þið séuð brött og ekkert að finna fyrir hnakkanum...

    Lóa

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:43 e.h.  

  • Ji minn, þetta er alveg hræðilegt. Gott að ekki fór verr. Farið vel með ykkur.

    By Blogger Unknown, at 11:12 e.h.  

  • Úff en läskigt....!
    Gott að ekki fór verr - vona að þið sleppið við whiplash-eftirköst.
    Halldóra.

    By Blogger Halldóra, at 1:33 e.h.  

  • gott að enginn meiddist.
    Passaðu bara upp á hálsinn Begga mín.
    Þín mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home