Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 apríl 2008

Lopapeysukall

Á myndinni: búið að plata Hilmi í lopapeysuna sem Helga amma gaf honum. Mikil húrrahróp og "roooosalega ertu fííínn!" til að fela þá staðreynd að hún gæti mögulega verið stíngupeysa (eins og allar lopapeysur eru fyrstu mánuðina þartil búið er að ganga þær til).
Hann entist alveg heillengi í henni útá svölunum að dáðst að grillaðförum pabba síns. Svo allt í einu fékk hann nóg í bili og bað um flíspeysuna sína.
En við gefumst ekki upp ! Erum alveg viss um að hann sé lopapeysukall innvið beinið. Þrælíslenskur og þjóðlegur lopapeysukall.
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Sætur strákur í flottri lopapeysu :)
    Ég eeelska lopapeysur, er algjör lopapeysukella.

    Annars hjó ég eftir myndaleysi.. þ.e. á myndasíðunni fínu. Á ekki að fara að kippa því í liðinn?

    kv. Hulda Gísla

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home