Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 apríl 2008

Läggdax

Helgarrútínurnar okkar eru að breytast svo um munar þessa dagana. Hilmir er komin á þann vinsæla aldur sem börn lenda óhjákvæmilega á fyrr eða síðar..... einnig kallaður "nógu gamall til að hætta að sofa á daginn".
Það þýðir semsagt Hilmisveisla aaaaallan liðlangan daginn. Við Ingó vorum orðin ansi vön því að geta sjálf tekið smá bjútíblund í klukkutíma eða svo meðan Hilmir svaf. Værð færðist yfir heimilið og allir hvíldu sig smá.
En það hlaut að koma að lokum þessa ljúfa tímabils.
Við höldum í það enn um stund að þetta eigi bara við um annan daginn, að hann semsagt sofi t.d. laugardag en vaki svo allan sunnudaginn. Þá fá allir einhvað fyrir sinn snúð. Það jákvæða er að nú getum við nýtt okkur allan daginn til að gera það sem okkur lystir og ekki þurfa að vera föst heimavið þartil "eftir blund".

Í dag tókum við til að mynda daginn snemma, kíktum í smá læknisheimsókn um morguninn (fá meira pústmeðal) og svo í Ikea. Troðfylltum bílinn af dóti og Hilmir sofnaði vært á leiðinni heim... í heilar 20 mínútur ... sem er varla til að hressa við hamstur hvað þá eitt stykki ofurorkudreng !!! Sem þýddi að í lok dags var hann svo dauðuppgefin að hann sofnaði alveg súpersnemma.
Við Ingó horfðum undarlega hvort á annað þar sem við sátum alein í stofunni klukkan 20. Ekki oft sem það hefur gerst skal ég ykkur segja.

1 Comments:

  • Æj, æj, nú er friðurinn úti, en kanski bara enn lengri og betri nætur :=) Ef þið eruð heppin eruð þið með svefnpurku sem sefur út um helgar (ekki case-ið með Emilíu, en það má alltaf vona, hef heyrt að slík börn séu til :=)
    Líst annars mjög vel á Hilmi með litabókina :=) Það er gulls ígildi að eiga smá "dundara" stundum. Kemur kanski í stað lúrsins, að dunda bara í klukkustund í staðinn. Getur verið að honum finnist bara líka gaman að perla eða pinna?
    Söknum ykkar!
    Knús,
    Í+Ó+EÞÓ+ASÓ

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home