Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

02 apríl 2008

Tekið á móti sumrinu í kuldagalla

Það var eitt stykki sveittur Hilmir sem var sóttur á leikskólann í gær. Það kom nefnilega þvílíkt sumarveður mjög skyndilega og algjörlega óviðbúið með 25 stiga hita í sól og logni.
Aumingja Hilmir átti ekki annan klæðnað í leikskólanum en bara kuldagallan sinn svo hann var í honum allan daginn. Það kom nú ekki að mikillri sök þar sem það var ennþá dáldið kalt ef leitað var í skugga.
En feginn varð hann þegar ég afklæddi hann, leyfði honum að taka húfuna af sveittum hausnum og hlaupa um á flíspeysunni......

Við sjáum nú spennt frammá að geta pakkað niður vetrarfötunum, þykku úlpunum, húfum og hönskum. Verður mun meira pláss í forstofunni fyrir vikið !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home