Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 apríl 2008

Nýuppgötvaður hæfileiki

Í fluginu til Íslands um páskana var Hilmi færð forláta Latabæjarlitabók. Hingað til hefur hann "teiknað" (lesist; krassað) í litabækurnar en núna fattaði hann trikkið. Að það ætti að fylla út fletina með lit og reyna að láta sem minnst fara útfyrir.

Latabæjarlitabókin fylltist fljótt og við brunuðum í Eymundsson að kaupa Cars-litabók. Það eru fáar blaðsíður eftir af þeirri svo núna er komin Hello Kitty bók og svo sú sem hann sést lita í á myndinni.
Einbeitingin leynir sér ekki.
Góðar svona rólegar, þöglar stundir ;)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Vá hvað Hilmir er duglegur! Litabækur eru algjör snilld þegar krakkarnir fatta trixið. Njóttu hljóðu stundanna.

    By Blogger Unknown, at 10:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home