Ömmuheimsóknin í 3 myndum ....

Þarna erum við mæðgurnar, með Hilmi hlaupandi af sér orkuna í bakgrunni. Hann var sko ekkert á þessari myndatökulínu. Þá þarf maður jú að standa kjurr !!

Hinsvegar er hægt að múta honum með ís á góðri stundu... þá nælir maður sér jafnframt í 5 mínútna frið til að drekka lattebollann sinn ;) Og taka mynd ! Þarna vorum við í Barkaby outlet á laugardeginum. Hilmir er (sem betur fer) ekki jafn verslunarleiðangraleiður einsog pabbi sinn (sem var skilin eftir heima þennan dag) heldur fattar alveg gleðina við að fara í búðir og "skoða".
Í þessari heimsókn staðfestist það að amman og Hilmir eru vel skyld hvort öðru... sama litavalið... þau voru sko oft í eins meira að segja ! Grænt og rautt allsráðandi.

Ein svona "ætlaru að vera sætur núna?" mynd ;)
1 Comments:
Ooooo, en sætar myndir..... :-)
Mikill Beggusvipur á neðstu myndinni þar sem hann er með ísinn!
Halldóra.
By
Halldóra, at 7:33 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home