Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

27 október 2008

Vetrartími

Þá er formlega komin vetur. Um helgina stóð nefnilega tíminn í stað sem resulteraði í að á sunnudagsmorgni þurfti að færa allar klukkur afturábak um eina klukkustund. Hilmir vaknaði semsagt klukkan 6 að staðartíma (7 í Hilmisheimi) þann morguninn. Hann er ekki ennþá búin að fatta þetta tímadæmi og vaknaði í morgun líka klukkan 6.

Okkur finnst þetta ekki fyndið.

Helgin var okkur annars góð. Við gerðum smápínuponsu mistök í gær, sunnudag, þegar við fórum í smá skottúr til Barkaby. Það var bæði rigning og "launahelgi" (allir nýbúnir að fá útborgað) og svo til að bæta gráu oná svart var nýbúið að opna enn eina raftækjaverslunina (hinar 6 á sama 3gja ferkílómetra svæðinu augljóslega ekki að nægja markaðinum) svo umferðin var á við góða íslenska verslunarmannahelgi.
Og við sem vorum þarna alsaklaus í leit að klósettpappír á góðu verði .....

Eitt gullkorn sem er búið að ylja mér yfir helgina;
Hilmir var að gera sig líklegan til að dýfa fingrinum oní rigningarblautt handrið útivið og smakka á vatninu þegar ég sagði honum að þetta vatn væri skítugt. "Er rigningin skítug?!" segir hann þá og lítur undrandi uppí loftið. Tjaaaaa... hvernig á maður að svara svona ? Hann er svo ótrúlega líklegur til að standa og sleikja grýlukerti einhverstaðar......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home