Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

04 nóvember 2008

Hrekkjavaka



Allraheilagamessa, hrekkjavaka, halloween. Já við höldum nú ekki uppá neitt af þessu en þegar íslendingafélagið skipulagði hrekkjavökuball þá bara gátum við ekki staðist þennan óíslenska sið lengur. Skemmtunin var miðuð á börnin en foreldrar voru hvattir til að mæta líka í búning. Og ekki gátum við óhlýðnast því ?!


Niðurstaðan varð þessi (og nú verð ég að byrja á að biðjast afsökunar á lélegum myndgæðum... ófyrirgefanlegt); Ingó var karategúrú, ég var býfluga og Hilmir... já Hilmir var að sjálfsögðu álfaprins(essa) ! Honum fannst það alveg óheyrilega gaman að fá loksins að fara út fyrir hússins dyr í búningnum sínum. Með vængina, töfrasprotann, höfuðbúnað og allt saman :)






Posted by Picasa


Til að jafna út kynhlutverkaóregluna fóru þeir feðgar svo á Street-Car bílasýningu svo hægt væri að dáðst að tryllitækjum ýmiskonar og machoast með öðrum drengjum stórum sem smáum ;)

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home