Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 desember 2008

Lúcíujólasveinastrákur

Á morgun er lucía og í tilefni þess var lúcíuhátíð á leikskólanum hjá Hilmi. Ískaldir og regnblautir foreldrar tróðust um á gangstígnum við útileikvöllin og hlustuðu agndofa á prúðbúin börnin. Ekki alveg jólaskap efst í huga þegar það rignir svona mikið. En ójæjja, nú erum við búin að vera það lengi í Svíþjóð að við komumst í smá jólaskap við að heyra sungið "Santa Lucia" og drekka heitt glögg með rúsínum útí.

Hilmir þverneitaði að syngja en veifaði gjarnan batteríiskertinu sínu og brosti og veifaði til okkar gegnum mannþröngina.
Hann er allavega þokkalega jólalegur með jólasveinahúfuna sína ;)
Posted by Picasa

1 Comments:

  • Mér finnst lúsíuhátíðin á dagis vera hápunktur desembermánaðar! Alveg yndislegt að sjá þessi fallegu prúðbúnu börn syngja jólalögin.

    Lóa

    By Blogger loaxel, at 12:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home