Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

07 desember 2008

Jóla-hvað ?

Jólin nálgast og það ekki í fyrsta skipti í lífi Hilmirs. Samt finnst okkur foreldrunum það því það er fyrst núna sem hann FATTAR allt þetta með komu jólanna. Jólsveininn er ekki lengur bara feitur kall í rauðum fötum, hann veit að hann getur haft áhrif á innihaldið í pökkunum og að afi og amma ætla að koma til að heimsækja okkur öll. Sumsagt mikið að hlakka til ;)

Undanfarin árin hefur hann hvorki fengið jóladagatal né heldur skógjafir en nú verður breyting þar á ! Er búin að útskýra fyrir honum að íslensku jólasveinarnir séu þrettán og þeir vilji allir gefa honum litla gjöf í skóinn. Það virðist hræða hann pínulítið að þeir komi í skjóli nætur en ætli það gleymist ekki þegar hann sér afrakstur næturheimsóknarinnar.
Jóladagatalið fær að bíða þartil næsta ár... í augnablikinu nægir að vera með dagatalakerti sem við kveikjum á meðan við borðum kvöldmatinn.

Óskalistinn vex svo með hverjum deginum. Bílar, Wall-e, racersleði (Stiga-sleði) og ýmislegt fleira dót sem hann rekur augun í þegar við erum útí búð hefur honum verið lofað í jólapakkann.

Það langbesta við alla þessa jólavöknun er að nú loksins má fara að minna hann á að það séu bara góðu strákarnir og stelpurnar sem fái pakka frá jólasveininum. Það hefur sko stöðvað mörg prakkarastrikin sem voru í bígerð ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home