Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

17 desember 2008

Þægi strákurinn hann Hilmir

Nú hafa jólasveinarnir (já þessir íslensku þrettán) verið að koma til stórborgarinnar í því skyni að athuga stöðuna á Hilmi og leggja litla gjöf í skóinn hans í kveðjuskyni.

Það er nefnilega svoleiðis að jólasveinninn kemur um níuleytið þegar Hilmir er sofnaður og já þá er sko eins gott að hann sé sofandi... hann kemur nefnilega í kaffibolla og spjall við okkur foreldrana sko... og kíkir inní herbergið hans Hilmis til að gá hvort hann sé ekki örugglega steinsofandi. Svo spyr hann okkur Ingó að því hvort drengurinn hafi verið þægur og góður yfir daginn. Ef tékklistinn stenst (sofandi + þægur + góður) er sveinka bent á skóinn sem stendur í eldhúsglugganum þar sem hann getur náðarsamlegast skilið eftir gjöf kvöldsins.

Hilmir hefur haft alveg óhemju mikla stjórn á skapi sínu og steinsofnað án múðurs alla dagana. Ótrúlegt hvað sjálfsstjórnin er mikil þegar pakki er með í spilinu !!

Og p.s. Þverásamma; nei hann hefur ekkert verið að taka uppá því að vakna snemma til að kíkja í skóinn sinn. *hjúkk*

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home