Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

23 nóvember 2008

Gullkorn nóvembermánaðar

Sara systir (mín) og móðursystir Hilmis er búin að vera í heimsókn hjá okkur og við höfum þess vegna fengið að heyra óvenju mörg gullkorn hrynja af vörum drengsins. Einhvernvegin verður þannig þegar einhver er nógu áhugasamur um hvað hann hefur að segja.... held að því miður þá séum við foreldrarnir orðin of heimakær og farin að taka þessum tilsvörum hans sem sjálfsögðum hlut sem gleymist svo 10 mín seinna. Eins gott að blogga því þá bara svo það hverfi ekki að eilífu !

Sara: "sástu hreindýrið?"
Hilmir: "neee... þetta eru jólasveinahestar!"

Sara: "jæjja, nú skulum við fá okkur kökur og kaffi"
Hilmir: "en ég vil ekki kaffi !"

Mamman: "viltu fá súkkulaðiskrautið af kökusneiðinni minni?"
Hilmir: "oj nei, súkkulaði er äckligt! (ógeðslegt) "

Kúskurinn (sá sem stýrir hestvagninum sem Hilmir og Ingó fóru í smá rúnt með á jólamarkaðinum) var búin að vera að útskýra fyrir farþegunum hvað hestarnir hétu, hvað þeir væru gamlir osfrv.
Hilmir við manninn: "Bílinn minn heitir Citroën og ....." (svo fylgdi heillöng ræða um ágæti bílsins)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home