Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

18 nóvember 2008

Hjálparhellan

Ég er komin með aðstoðarkokk í eldhúsinu. Hann fórnar meira að segja dýrmætum sjónvarpstíma til að fá að stússast með mér í kvöldmatnum.
Þetta var mest gaman (fyrir mig) þarna fyrstu vikurnar... þá fór hann oftast útí það að sulla í vaskinum meðan ég kláraði að elda. En svo fóru kröfurnar að aukast.. nú þarf hann að fá eigið verkefni, hræra í einhverju, skera (með plastáleggshníf) gúrkusalatið sitt osfrv.

Uppáhaldið er svo að hjálpa mér að baka. Þá er svo margt sem ég þarf nauðsynlega aðstoð við að hella yfir í hrærivélaskálina. Og hann veit alveg að það þurfi að passa puttana meðan vélin er í gangi.
Að sjálfsögðu fær hann svo að sleikja hrærivélakrókinn meðan kakan er inní ofni. Tók þessa mynd af honum þegar krókurinn var orðin hreinn og fínn. Myndarlegasta skegg sem er komið á hann þarna.

Ég bíð spennt eftir boði í þriggjarétta !
Posted by Picasa

1 Comments:

  • hahaa...
    Man enn þá eftri þessu hjá mér, maður vildi alltaf hjálpa og maður fékk það með svona smálegum verkefnum. :)
    Ekkert smá krúttleg mynd af hjálparhellunni. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home