Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 júlí 2009

Með tvær í takinu...

Daginn eftir Gröna Lund ævintýraferðina lögðum við af stað til að fara í margumtalað og mikið með mæltu Lådbilslandet. Þegar þangað var komið var barasta lokað svo við tókum næstbesta valið og fórum á Trafikleken í Tumba. Svipað dæmi bara minna. Kom þó ekki að sök, Hilmir þeysti þarna um á litlum rafbílum og eyddi tíköllum foreldra sinna einsog um krónur væri að ræða. Sem betur fer vorum við nokkuð vel birg.

En ekki voru nú öll börn svo heppin að eiga tíkallabirga foreldra og þar á meðal má nefna þessar tvær ungu stúlkur sem létu sér nægja að dáðst að Hilmi og aksturshæfileikum hans (sem eru þónokkrir.. klessti ekkert á og virti meira að segja stöðvunarskyldu!). Hilmir hikaði ekki og bauð stúlkunum far. Sem þær þáðu að sjálfsögðu. Svo þarna rúntaði hann um... með tvær í takinu...

Við sáum framtíðina ljóslifandi framfyrir okkur. 18 ára á sportbíl að hanga á rúntinum með vinkonum sínum. Ójájá.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home