Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

11 ágúst 2006

Innan eðlilegra marka

Ég var að átta mig á því hversu mikið púður, orka, upplýsingastreymi, bókalestur og spjall við aðrar mömmur fer í að fullvissa sig um að barnið manns sé "eðlilegt". Í forvitniskasti um daginn skráði ég mig á einhverskonar póstlista til að fá tilboð og upplýsingar sem henta einstaklega og nákvæmlega miðað við hversu gamall Hilmir er. Fæ núna 1x í viku tölvupóst þarsem subjectið er "Your 11 month and 2 week old" osfrv.. Þar er mér meðal annars boðið að taka þátt í könnun um hvað sé í gangi hjá foreldrum og börnum þeirra á sama aldri. Get þá fullvissað mig um að Hilmir sé ekki óvenjulegur heldur meira normal og innan eðlilegra marka.
Finnst þetta bæði sorglegt, merkilegt og fyndið.
Er alltaf að komast nær því að trúa því að Hilmir sé náttúruafl sem ekkert fær stöðvað. Vissulega getur maður hvatt hann til að takast að gera hitt og þetta en oftast er það hann sem leiðir okkur foreldrana í allan sannleika um hvernig hann vill hafa hlutina.
Hann hætti að drekka morgunpela sjálfur.
Hann vildi fara að borða sjálfur (með áhöldum) uppá eigin einsdæmi. Við kölluðum það frekju lengi vel.
Hann sýndi okkur hvenær og hvernig hann vill helst sofna á daginn.
Hætti sjálfur á brjósti.
Gæti talið endalaust upp.
Sumir gætu haldið því fram að við værum búin að gefast upp og létum krakkan stjórna okkur.
En by God... þegar oftast eintómir góðir hlutir koma útúr því þá nenni ég ekki að streitast á móti þessu náttúruafli sem barnið mitt er.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home