Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

01 ágúst 2006

Getraunaúrslitin

Ég áttaði mig skyndilega á því að sigurvegari í "spurning/getraun dagsins" væri komin í ljós ! Þó Hilmir sé ekki farin að ganga um gólf af fullkomnu öryggi þá er hann vissulega búin að taka sín fyrstu skref og endurtekur þau með enn meira öryggi og gleði með hverjum deginum sem líður. Núna dettur hann ekki lengur í fangið á manni eftir að hafa hætt sér yfir gólfið einn síns liðs og óstuddur heldur finnst honum mest spennandi að ná að stoppa sig af og standa svo montinn fyrir framan mann.. ánægður með árangurinn :)
Sigurvegarinn er semsagt Sara sem gískaði á að hann myndi taka skrefin að tveim mánuðum liðnum frá því spurningin var borin upp. Svo varð úr (plús eina viku reyndar...) !
Sara; heiðurinn af því að hafa gískað rétt er þinn.... verðlaunin færð þú afhend næst þegar þú kemur ;)

Í talfréttum er þetta helst
Hilmir eykur orðaforðann með hverjum degi og núna segir hann;
- mamma
- pabbi
- mamm-ba (samheiti yfir okkur bæði)
- takk ! (lærði þetta af Eiríki vini sínum sem er voða kurteis drengur)
- datt
- nei
- burrrrrrrrr (bílahljóð)
- bah bah (bæ bæ)
og svo á sænsku !
- tídda (titta; sjáðu!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home