Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

08 ágúst 2006

Torphelgin okkar

Verð að hripa hérna niður ferðasögu okkar fjölskyldunnar þessa helgina... hrakfallahelgin mikla sem endaði þó vel.
Fengum "bústað" (sem svo kom í ljós að var hjáleiga hjá elda pari... húsið "okkar" stóð í bakgarðinum hjá þeim) yfir helgina og ætluðum að vera þar í mínísumarfríi í sveitinni. Villtumst hrikalega á leiðinni þangað og enduðum á því að eyða 4-5 tímum í að koma okkur á áfangastað. Bakaleiðin heim tók 1 1/2 tíma því þá keyrðum við rétt ;)
Gleymdum helmingnum af matnum heima, þar á meðal öllu kjöti og ferðabarnarúminu sem við höfðum fengið að láni. Við vorum hreinlega farin að spá í að snúa við þegar við komum þarna fyrsta kvöldið og okkur leist ekkert á blikuna. Fannst við allavega ekki að fá peninga okkar virði miðað við first impressions á kotinu. Ákváðum þó að sjá til og gá hvernig Hilmir tæki sveitinni. Bjuggum um hann í svefnsófanum með fullt af heimagerðri koddagirðingu til að varna því að hann kæmi sér útúr í skjóli nætur. Hann vaknaði næsta morgun í sólskinsskapi, eyddi dágóðum tíma í að kanna pleisið að innan og eyddi svo restinni af helginni í að kanna pleisið að utan.... borða sand, gras, möl, sjó, pöddur og heilsa uppá hundinn. Fólkið sem á heima þarna var yndislegt og dáðust að Hilmi við hvert tækifæri. Buðu okkur með sér að synda sem við þáðum að sjálfsögðu enda elskar Hilmir að fá að busla. Þetta var semsagt allt frekar kósí og heimilislegt og það var með hálfgerðum trega að við kvöddum Ulf og Inger í gær. Þau tóku meira að segja upp kartöflur og gulrætur úr garðinum sínum handa okkur !
Hilmir tók þroskakipp hreyfilega séð af öllum breytingunum og nýja "inputtinu" og er núna farin að labba útá mitt gólf, beygja og halda svo bara áfram göngutúrnum einsog ekkert sé, dettur svo niðrá bossa þegar hann er komin með nóg af æfingum. Ingó segir að hann sé núna orðin "fullgengin" en ég bíð ennþá eftir að úrskurða hann það þartil hann er hættur að skríða. Komumst að því að hann elskar tröppur því hann var ennþá að skemmta sér við að fara upp og niður, upp og niður þegar við fórum.
Helgin var semsagt furðuleg og óvænt fín... og við foreldrarnir komin með 2gja ára brúðkaupsafmælið sem staðreynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home