Upprennandi bóndi ?




Ég er agalega stollt af syni mínum. Fyrir það fyrsta þá er hann núna fullgengin. Já... hann stendur sjálfur á fætur án þess að styðja sig við og labbar um einsog alvöru krakki. Vill frekar gera þetta núna heldur en skríða. Kom okkur á óvart hvað það var stutt á milli fyrsta skrefsins og svo dagsins í dag þarsem hann gengur um fullur öryggis.
Í öðru lagi þá er hann upprennandi bóndi/gröfustjóri/Formúlu 1 akstursmaður eða einhvað álíka. Allavega hefur hann alveg óhemju gaman af allskyns ökutækjum og gekk næstum af göflum af hamslausri gleði þegar hann fann þennan mínítraktor í sveitaferðinni okkar um síðustu helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home