Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

12 nóvember 2008

Munnræpan mætt

Það er ekki mikið í fréttum af Hilmi þessa dagana.... en ef þú gætir spurt hann þá myndiru fá mis-skiljanlegt orðaflóð tilbaka. Hann semsagt getur varla hætt að tala nema bara rétt til að grípa andann. Og að þurfa að sitja og þegja meðan við Ingó tölum saman er alls ekki hægt. Ef hann kemur ekki að orði þá raular eða blaðrar hann einhvað útí loftið bara til að vera með.

Þessu fylgir svo spurningaflóð. Benda á ALLT og fá útskýringu á því hvað það er. Hvað er himinn annað en himinn ? Jújú, þetta er auglýsingaskilti. Afhverju ? það veit ég ekki.....

Gettu hversu þreytandi það er ;)

Við erum semsagt komin á það tímabil sem var lýst fyrir okkur á sínum tíma "Já, fyrst hvetur maður börnin sín til að tala, segja einhvað sem skilst...... en svo nokkrum árum seinna þá langar manni bara að þau þegji!"

Ætli þetta fylgi ekki bara aldrinum og þeim þroska sem hann er að taka út núna. Hann er annars alveg hættur að hvíla sig á daginn í leikskólanum og tilheyrir þarmeð sömu rútínum og elstu börnin. Stór stærri stærðstur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home