Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

26 apríl 2011

Valtýr og pabbi

Alltaf gaman að bjóða fólki í kaffi. Sérstaklega þegar fólk á stóra og flotta myndavél og er áhugasamt um myndatökur ;)
Enn og aftur sannast það hversu gullfallegur drengurinn okkar litli er. Gullfallegur og pínu sposkur (sjá túngu í munnviki)..

24 apríl 2011

Páskar í Stokkhólminum



Páskahelgin hefur verið okkur ljúf hérna í Kronborgsgränd. Í gær, laugardag, fórum við öll familían á Etnografíska safnið þar sem við sátum úti á kaffihúsinu, löptum kaffi og ís og klöppuðum nýklektum kjúklingum. Hilmir er dýravinur mikill þannig að hann var yfir sig hamingjusamur að fá að halda á svona litlu og mjúku dýri í lófanum. Valtýr var með aðeins meiri efasemdir... þessi pípandi smádýr hræddu hann eiginlega þó honum fyndist spennandi að fylgjast með þeim þarna í kassanum.


15 apríl 2011

Vor útá leikvelli



Maður veit að vorið er komið þegar sólin skín langt frammað kvöldi og allir geta verið úti í flíspeysunni einni saman. Þvílíkt frelsi fyrir krakkana ! Á myndinni má sjá hluta af íslendinganýlendunni hérna í Ärvinge. Bakkabræðurnir Stangeland með Hilmari, jafnaldra og leikskólafélaga Hilmis.

Alltaf hægt að finna einhvað til að grallarast með og þarna voru þeir að fylla vasana af kastanjhnetum sem svo var hægt að nota til að rúlla niður nærliggjandi brekku. Metnaðarfullt með meiru.

Valtýr er búin að læra að renna sér sjálfur í rennibrautinni. Löng og ströng þjálfun að baki.

Á virkum dögum kl 16.30

Þetta er staðalviðburður hér á heimilinu. Eftir leikskóla, þegar heim er komið og klukkan farin að nálgast hálffimm er "drekkutími". Uppáhald bræðranna er heimagerður smoothie. Ágætis leið til að fá oní þá ávexti og ab-mjólk. Hressandi ;)

Vælukjóinn


Bugga amma kom eins og engill frá Íslandi og reddaði heimilisástandinu í heila viku meðan Ingó skrapp til Bandaríkjanna. Sem betur fer því akkúrat þessa viku ákvað Valtýr að fá sér fleiri tennur, næla sér í hita og verða úbersúpermömmusjúkur. Sannast á myndinni þar sem hann var slitin úr faðmi móður sinnar og í mjúkt ömmufang. Tók hann tvær sekúndur að fara yfirum af sorg. Svona leit hann semsagt út 75% af vikunni. Hann hætti að skæla meðan hann svaf. Þakka guði fyrir nærveru ömmumömmu. Annars hefði heimilið farið yfirum. Takk amma og sjáumst í sumar ;) p.s. Valtýr lofar að vera hressari næst.

Unglingurinn ?


Hilmir er að verða dáldið unglingslegur finnst okkur. Bæði í fasi og útliti. Enda er hann nú skráður í hverfisskólann og farin að telja niður til ágústmánaðar þegar hann bæði verður 6 ára og sest svo á skólabekk tveim dögum seinna. Hann á vonandi eftir að rúlla skólanum um fingur sér. Kann alla stafina, er farin að staulast með að lesa stutt orð (þó hann reyni nú alltaf að gíska á restina eftir að hafa lesið fyrsta stafinn) og getur stafað nöfn án vandræða. Hann ætlar líka að verða lipur í stærðfræði því hann virðist geta lagt saman og dregið frá vandræðalaust í huganum. Í dag fékk hann sumarklippinguna sem sést á myndinni. Stutt og fínt. Hann grét söltum tárum í stólnum hjá klipparanum því hann vildi alls ekki missa "síða" hárið. En var tilneyddur því hann tók sig nefnilega til og klippti í burtu hálfan toppinn fyrir nokkrum vikum síðan. Eina lausnin var að fá allt jafnt. Jafn stutt !