Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

24 desember 2006

Gleðileg jól !!

Posted by Picasa

Posted by Picasa Jólin í ár eru að mörgu leyti sérstök... fyrir það fyrsta vorum við öll samankomin í Svíþjóð; foreldrar mínir (móðurafi og amma Hilmirs), systur tvær, Gísli verðandi mágur og að lokum Elísa systir Hilmirs. Elísa var líka hjá okkur um jól í fyrsta sinn og svo var það líka fyrsta sinn sem Hilmir er "með" í alvöru á jólunum... opna pakka, borða jólamat og allt það.
Hann var að vísu ekki alveg að fatta þetta með að opna ALLA pakkana heldur gladdist svo svakalega yfir fyrsta pakkanum að við þurfum næstum því að fela innihaldið úr honum til að fá hann til að einbeita sér að þeim næstu.
Hann sofnaði svo alltof seint og súpersár yfir að þurfa að hætta að leika að öllu nýja dótinu. Næstu daga verður hér miiiiikið leikið. Nota tækifærið hér til að þakka kærlega fyrir allar aðsendar gjafirnar frá Íslandi !!
Óskum öllum vinum, kunningjum, fjölskyldumeðlimum og lesendum þessa bloggs hver svo sem þið eruð... gleðilegra hátíðar.

18 desember 2006

Fatafight

Ég er svo oft búin að endurtaka þessa frægu, vel fundnu setningu við Ingó að ég verð að endurtaka hana hérna fyrir ykkur líka; "að klæða barn í/úr föt er einsog að reyna að faðma hafið"
Það er bara svo ótrúlega rétt orðað ! Ef Hilmir fengi að ráða væri hann kviknakinn jafnt inni sem úti. Svo er hann líka búin að fatta sambandið milli þess að vera í of síðum buxum og að detta. Stóð og vældi um daginn útá miðju gólfi meðan hann greip í aðra skálmina sína og reyndi að rífa hana AF fætinum. Þá hafði buxnafaldurinn dottið niður undir hæl. Mamma reddaði. Engin datt í það skiptið.
Við reynum að gefa honum smá "duglegur strákur" með því að leyfa honum sjálfum að koma höndunum gegnum ermarnar á bolnum þegar hann er klæddur í þá flík en restin fer á litla kroppinn hans undir hörðum og háværum mótmælum Hilmis. Það er bara EKKI gaman !
Versta er að núna er að koma kuldakast í borginni og hann þarf þessvegna að vera í kuldagalla, peysu, húfu, vetlinga etc. Við Ingó ættum að geta skráð okkur í ForeldraOlympíuleikana bráðum þarsem við getum klætt hann í útigallan og fest hann í vagninn á innan við 20 sekundum (sem er akkúrat tíminn sem tekur Hilmi að fara úr "pirraður" og uppí "öskrandi reiður með tárum og alles").

Aðrar greinar í ForeldraOlympíuleikunum eru;
- tímataka; leita að snuði í svartamyrkri með órólegt barn í rúminu
- fimleikar; skipta um kúkableyju í flugvél/verslunarmiðstöð án blautþurrkna/hálfsofandi um miðja nótt
- gefa bjóst/pela - ropa - gefa - ropa boðhlaup tveggja foreldra
- liðsheild; geta svæft barn sem vill ekki fara að sofa án þess að liðsmenn fari að rífast innbyrðis

16 desember 2006

Barnaþrælkun ?

Held það flokkist ekki til þrælkunar þegar Hilmir hleypur á eftir mér inní baðherbergi með gluggasköfu í hendi sér um leið og hann sér að ég er að fara að þrífa þar. Svo duglegur... svo hjálpsamur. Að sjálfsögðu fékk hann líka sinn eigin svamp til að þrífa baðkarið og vaskinn með. Það sló samt ekki sköfunni út, svo stór, fín og glansandi.
Hann heimtar líka núorðið að fá að ryksuga (með tækið í gangi nota bene og gerir aukahljóð með *vúúú*), fara út með ruslið og þurrka af með eldhúspappír. Verst að það fer oft heil rúlla í afþurrkunina hjá honum svo mikill er hamagangurinn. Ekki beint miljövänligt en vel þess virði fyrir smá guttagleði ;) Posted by Picasa

14 desember 2006

St. Lucia

Posted by Picasa
St. Lucia var núna í gær (13.des) og halda Svíar uppá að með því að kyrja lúsíulög, klæða börn og unglömb önnur í lúsíubúninga (KuKuxKlan kyrtlar með kertahöfuðbúnað í bland við jólasveinabúninga og piparkökukarlsbúninga) og éta saffranbrauð sem kallaðir eru lussekatter. Voða sænskt, voða sætt.

Á leikskólanum hans Hilmis var mikið lagt uppúr deginum. Heimabakaðar piparkökur, lussekatter og söngar sem búið var að æfa stíft í margar vikur. 50 manns mættir, foreldrar og afar-og-ömur... allir með myndavélar.
Ingó mætti fyrir hönd okkar beggja þarsem ég var veik heima. Smellti af í gríð og erg. Flestar myndirnar eru af Hilmi að gera einhvað allt annað en það sem hann "átti" að gera. Fóstran Dolly sést þarna halda dauðahaldi í Hilmi sem er löngu búin að skipuleggja strokuna úr kóruppstillingunni fínu. Krakkinn fyrir aftan hann farin að skæla af hræðslu við kyrtlaklæddu krakkana. Voða sænskt, voða sætt ;)

Posted by Picasa Þeir feðgar höfðu nú samt lúmskt gaman af þessu öllu saman. Hilmir hámaði í sig saffranbrauð og plokkaði sérstaklega rúsínurnar tvær sem skreyta brauðið af með lagni. Sofnaði svo í bílnum á leiðinni heim af einskærri þreytu og var lagður í sjúkrabeðið hjá veikri móðurinni.

13 desember 2006

Herinn vill Hilmi !

Kom umslag innum bréfalúguna í gær frá Skattayfirvöldum/Þjóðskrá í Svíþjóð. Umslagið var stílað á Hilmi og innihélt það sem stóð utaná umslaginu að væri "ID-bricka" eða persónuauðkennisspjald á lélegri íslensku. Minnti mig bara á að við erum búsett í landi sem er með her... og ekki langt síðan hér var herskylda líka fyrir unga karlmenn. Auðvitað er Hilmir ekki með sænskan ríkisborgararétt svo það kæmi aldrei að því að hann færi útí neitt svoleiðis (nema hann sjálfur vilji ofcourse enda getur hann sótt um sænskan ríkisb.rétt og fengið það frekar auðveldlega þarsem hann er fæddur hér og Ingó skrifaður inní landið) en mér fannst þetta frekar spúkí. Málmspjaldið á maður víst líka að bera um hálsinn ef til stríðs eða stríðsástands kæmi *hrollur*.

Ingó fannst þetta bara frekar kúl enda heráhugamaður mikill og á auðveldara en ég að sjá hversu fjarlægur raunveruleikinn er frá þeirri hryllingsmynd sem spólaðist inní hausinn á mér þegar ég tók spjaldið uppúr umslaginu.
Posted by Picasa

Hilmir var hinsvegar kampakátur með keðjuna sem fylgdi með og skreyttist henni með stollti. ( Á bolnum stendur "If mummy says no ask daddy, if daddy says no ask Santa!")

Það er annars búið að vera sjúkdómsástand á heimilinu. Hilmir fékk hita og við biðum spennt eftir að sjá hlaupabólurnar birtast enda er sú vinsæla veira að grassera í leikskólanum hans þessa dagana. Engar bólur aðrar en hitabólur birtust og drengurinn fór léttilega uppí 40 stiga hita á nóttunni. Ýmis önnur einkenni fylgdu en bólurnar góðu létu enn á sér standa. Svo varð ég veik en Hilmir hresstist og er núna í dag farin í leikskólann aftur. Við bara vonum að ef hlaupabólan ætlar að koma að það verði þá vel FYRIR eða EFTIR hátíðarnar ;) Posted by Picasa

04 desember 2006

Mishlýðin

Hilmir er ansi mishlýðin drengur.... við Ingó sjáum hann sjaldnast hlýða því sem við biðjum hann/segjum honum/mútum/göbbum að gera en svo eru aðrir sem fá hann til að snarhlýða bara með réttum orðum og augntilliti.
Þetta sannaðist þegar hann var í heimsókn hjá 6 barna móður hér í borg. Sú hafði aldeilis rétta authoritetið á hann og það þurfti ekkert að margsegja honum hvað mátti eða mátti ekki.
Á leikskólanum eru þær farnar að afsaka hegðun hans með orðunum; "já hann virðist ekki gera þetta/klifra svona/frekjast/fýlast jafn mikið þegar þú ert ekki hér!?".
Er ég óhæf sem móðir og á ég bara að skilja hann eftir í höndum annara sem hann svo hlýðir ?
Nei varla....
Ætli hann kunni ekki bara svona vel á okkur foreldra sína. Viti í hvaða spotta á að toga, vill ögra smá og svoleiðis.
Mótþróaárin eru eftir.
Við rifjum upp á eftir kvöldbæninni; börn mótþróa bara þeim sem þau VITA fullvíst að elski sig sama á hverju gengur.
Já hann veit sannarlega hvar hann hefur okkur kallinn.