Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

30 október 2006

Basta í bústaðnum

Posted by Picasa
Posted by Picasa
Helginni var eytt ásamt Georg, Hrönn og Eika í nágrenni Malmköpings í gömlum bóndabæ sem búið var að breyta í bústað. Fengum prýðisveður; skítskítkalt en stillt og fallegt. Þeir Eiki og Hilmir voru gallaðir upp og sendir útí sandkassa snemma á laugardagsmorgni. Þá voru þeir búnir að dunda sér við að snúa neðri hæð hússins á hvolf og reyndu meira að segja að strjúka í burtu meðan pabbarnir sátu og drukku morgunkaffið ! Hurðahúnarnir voru nebblega passlega lágir í húsinu svo þetta var aðalsport helgarinnar... opna, loka, opna loka....
Um kvöldið voru guttarnir svo sendir í bastu (gufubað) til að hita kroppana fyrir svefninn. Klukkunni var nefnilega breytt yfir á vetrartíma um helgina (færð aftur um 1 klst) þannig að það þurfti að halda þeim vakandi aðeins lengur til að freista þess að endurstilla þá ;) Virkaði fínt á Hilmi allavega, hann vaknaði á réttum tíma bæði á sunnudag og í morgun.
Við mægðin erum núna "ein heima" í heila viku. Ingó í London á vegum vinnunar. Skrýtið að vera svona tvö ein og Hilmir var duglegur að spyrja eftir pabba sínum í morgun..... verða eflaust fagnaðarfundir á laugardaginn.

23 október 2006

Rigning = Haust

Posted by Picasa Laugardagar og sunnudagar eru alltaf með sama sniði hjá okkur hér á Sandhamnsgötunni. Pabbi og Hilmir fara á fætur saman, borða morgunmat og dunda sér aðeins meðan mamman fær að lúlla pínu lengur. Svo klukkan 9.30 fara mamma og Hilmir út að leika til 11 þegar það er komin hádegismatur hjá okkur.
Við förum líka út að leika þegar það er rigning; klæðum okkur bara vel í hlý föt og regngalla (mamma líka) og örkum af stað hýr á brá. Reyndar er Hilmir ekkert agalega hrifin af svona mikillri útgöllun því hann er ekki jafn lipur í hreyfingum í gúmmítúttum og froskagrænum pollagalla einsog áður. Venst þessu nú samt held ég... og það akkúrat í tæka tíð til að kynna snjógallann til sögunnar ;)

Dr. Hilmir

Posted by Picasa
Þetta er lofuð mynd úr fyrri bloggfærslu.... ansi skurðstofulegur drengurinn ... og prakkaralegur... og skítugur uppfyrir haus ! Enda er myndin líka tekin í miðri máltíð þegar hamagangurinn er í hámarki :)

19 október 2006

Heimadagar

Hilmir átti heimadag með pabba sínum á þriðjudag og svo með múttunni sinni í gær. Ástæðan var veikindi/hiti enn eina ferðina. Voru víst 4 af deildinni hans heimavið í gær og fyrradag svo einhvað er að ganga á hópinn.
Veikindin virðst líka skerast einhvað inní tanntöku á tönn númer 12 því hann orgar uppúr svefni einsog stunginn grís.
Áttum nú samt voða góðan heimadag í gær ég og sá stutti... fórum aðeins útá róló (orðin hitalaus og vel dúðaður), sváfum svo laaaaangan hádegislúr (rúmir 2 tímar.... sefur bara 40 mín á leikskólanum!) og skruppum svo smá bæjarferð að kaupa nýjan smekk. Var nebblega komið gat á hinn smekkinn hans. Gerði algjör snillakaup í því að versla risasmekk af þessari gerð svo við losnum við að skipta um klæðnað á kappanum eftir hverja máltíð. Hann er nebblega ofursjálfstæður þessa dagana orðið og neitar að láta mata sig. Gott og vel.... bara ansi mikill hamagangur í honum stundum og maturinn vill oft enda á andliti, hári, fötum ,veggjum, gólfi og stól.... svo ekki sé talað um á okkur foreldrana !
Ég valdi græna litinn í búðinni enda fannst mér hann frísklegur og skemmtilegur (rautt, blátt og gult svo boring einhvað). Þegar við klæddum hann svo í múnderinguna í gær til að prufukeyra benti Ingó mér á að drengurinn liti út einsog skurðlæknir ! :)
Lofa mynd fljótlega......

08 október 2006

A walk down memory lane... in pictures !

Posted by Picasa
Posted by Picasa
Í dag fórum við í smá flashback ferð á Villa Söderås i brunch með Helguömmu og Hilminn. Þangað fórum við síðast í mars í fyrra... nánara tiltekið þegar ég var komin 3 mánuði á leið með Hilminn litla í rétt-nýfarin-að-birtast bumbukúlunni minni.
Það var næstum jafn óraunverulegt að vera þar þá ( var varla farin að átta mig á því að ég væri í alvöru ólétt!) einsog núna í dag að hlaupa á eftir Hilmi sem var í sínu besta skapi í haustsólinni útí guðsgrænni náttúrunni.... næstum 14 mánaða gamall gutti.

07 október 2006

10 tanna tryllitæki

Í knúsimúsi dagsins sáum við í snaropinn (brosandi) góminn á Hilmi... og 2 nýjar tennur takkfyrirkærlega !! Þarna voru semsagt komnar tvær "baktennur" eða ytri jaxlar í efri góminn... og útskýringin á því afhverju hann væri búin að vera dáldið órólegur á nóttunni undanfarið.
Þar með er Hilmir orðin tíu tanna snáði !

04 október 2006

Haustmyndir


Ágúst og September-myndaflóð er komið inná heimasíðuna okkar ! Að vísu er myndaröðin pínu röng þannig að sumar af þeim nýrri birtast á undan þeim eldri... en væntanlegir skoðendur taka væntanlega tillit til þess ;)

Þarna er meðal annars að finna myndir úr sumarbústaðarferðinni okkar, 1 árs afmælið, dýragarðsheimsóknin og ýmislegt fleira brallerí.

01 október 2006

*meeeeme*

Posted by Picasa
Posted by Picasa Posted by Picasa "Fjórir H" (hugur, hjarta, hönd, heilsa) dýragarðurinn var heimsóttur í dag af okkur ásamt fríðu föruneyti íslendinga; nánar tiltekið tveggja einsársstráka til viðbótar með foreldrum ;)

Pollarnir þrír eru allir vígalegir víkingar ljósir yfirlitum (sjá mynd) og við vorum að furða okkur á því hversu líkir þeir væru... svona ef maður pírir augun eða lítur á þá snöggt ! Hilmir og Víðir eru meira að segja báðir pínu rauðbirknir.. og eflaust Eiríkur líka en hann er bara með minna hár svo það er erfiðara að sjá svona í fljótheitum.
Þeim fannst öllum voða gaman að koma svona nálægt mumu, meme og gobbedí. Hilmi leist meira að segja svo vel á girðinguna hjá kindunum að hann ákvað að fá sér smakk, pabbinn varð nátturulega að fá að prófa líka... og ber því ekki vel söguna... dáldið of mikið ullarbragð fyrir hans smekk.
Deginum var síðan rúllað upp með dýrindis kaffiboði hjá foreldrum Eiríks þarsem strákarnir fengu kanilsnúða og djús. Frábær sunnudagur !