Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

28 maí 2008

Flower Power

Ekki slæmt að vera með svona garðyrkjugaur til að vökva svalarblómin. Skín af honum einbeitingin !
Þetta er annars dáldið vinsælt núna... þetta með vatn sko. Í öllum stærðum og gerðum. Er allt í einu búin að fatta að það sé hægt að fara í sturtu (í staðinn fyrir bað) og sulla alveg eeeeendalaust án þess að gerð sé athugasemd við lengd og umfang sullsins. Hægt að bleyta alla veggi og gólf ;)
Posted by Picasa

Voff !

Ef þetta er ekki sætasti voffinn norðan alpafjalla, vestan tjaldsins og austan baugsins þá veit ég ekki hvað !!
Posted by Picasa

27 maí 2008

Vaxtarkippur í fjölskyldunni


Litli Citroën C3 bílinn okkar tók vaxtakipp í dag. Breyttist í Citroën Picasso XSara sem (fyrir ykkur sem ekki eruð með tegundirnar á hreinu) er alveg 2 stærðum fyrir ofan gamla bílinn okkar. Við erum nú komin með skott og rými sem hæfir 3gja manna fjölskyldu með kerru enda vorum við búin að láta það bögga okkur í lengri tíma hversu fljótt yrði troðið í bílnum.
Við getum núna farið í sumarbústaðarferðina sem er plönuð um midsommar án þess að drekkhlaða bílnum svo ekki sjáist útum afturrúðuna.
Hilmir lét nú ekki litinn á nýja bílnum blekkja sig (alveg nákvæmlega sami litur og á þeim gamla!) heldur rak strax upp stór augu þegar við gengum að "bílnum okkar". Hann samþykkti hann þó um leið og talaði um það á heimleiðinni hvað hann væri stór, blár og fínn..... og að mamma væri að keyra hann.
Af bleyjumálum helgarinnar er lítið annað að frétta en að helgin fór vel fram á þeim frontinum. Bara eitt slys (og það inni á baðherbergi pizzuveitingastaðarins... svo ofboðslega óvart) og allt í gúddí í stórum dráttum séð. Verð þó að viðurkenna að tækifærin voru ekki það fjölmörg enda erum við ekkert að láta reyna á bleyjuleysið ef við vitum að við verðum órafjarri klósetti eða runna sem hægt er að hlaupa á þegar þörfin kallar. Bleyjuleysi í stórvörumarkaði eða hjá tannlækninum er þessvegna ekki í boði ;)
Og já ! Hilmir fór til tannlæknis í fyrsta sinn núna á laugardaginn. Allar barnatennurnar komnar okkur til mikillrar furðu enda tókum við barasta ekkert eftir því þegar jaxlarnir poppuðu upp. Hann er því nú með alls 20 tennur og ekki von á neinum breytingum þar á bæ fyrr en um 6 ára aldurinn. Hilmir labbaði alsæll út frá tannsa með bleika blöðru, bleikan tannbursta og andlitsmálningu sem hundur (lofa mynd af því síðar). Var víst einhver barnadagur hjá tannlæknastöð hverfisins svo við duttum aldeilis í lukkupottinn í þessari jómfrúarferð.

24 maí 2008

Hilmir fattaði á undan öllum öðrum !!

"Pabbi..... er maðurinn í klänning (kjól)?" spurði Hilmir þegar þeir voru að skoða dagblaðið saman. Náttlega kemst lítið annað að í blöðunum þessa dagana en Eurovisionframlagsstjarna Svía hún Charlotte Perelli. Ég legg áherslu á HÚN.
Ingó reyndi að leiðrétta og sagði "nei þetta er KONA í kjól" og Hilmir; "Neeeeeee"

Það er nefnilega einhvað dáldið skrýtið við hana Charlotte. Og nú vitum við hvað það er ;)

21 maí 2008

Bleyjulaus eftir helgina ?

Við erum að stefna á að láta næstu helgi vera bleyjulausa helgi. Hilmir er búin að vera svo rosalega duglegur að fara á klóið þegar hann er bleyjulaus að við höfum gert sem mest af því til að leyfa honum að spreyta sig. Drengurinn er færður úr bleyjunni um leið og við komum heim úr leikskólanum og ekki sett ný á fyrr en rétt fyrir háttatímann.
Engin slys so far.
Meira að segja búin að fara oft útúr húsi bara á naríum og buxum ! Voða sport bara að fá að spræna á blómin og trén ;)
Rapportera inn meiri fréttir eftir helgina .....

16 maí 2008

Veskishaldari

Já klósettrúlluhaldarinn er ekki bara til að halda uppi klósettrúllunni... algjörlega vannýtt á þann veginn eingöngu. Ég vissi ekki fyrr en Hilmir sýndi mér það að þetta væri líka prýðis staður til að hengja veskið sitt á !
Hann Hilmir er alveg ný kynslóð af hefðardömum nebblega. Ég meina... mar fleygir ekki bara veskinu frá sér á gólfið þegar mar þarf á klóið !! ;)

Prójekt "get-rid-of-diaper" er annars í góðri sveiflu. Ef hann er bleyjulaus gerast aldrei slys. En þá þarf hann að vera ALVEG laus við allan klæðnað neðanbeltis svo við erum ekki enn farin að láta á það reyna þegar við förum útúr húsi. Skiljanlega.
Posted by Picasa

13 maí 2008

"má Hilmir komið út að leika?"

*dingdong* sagði dyrabjallan.
Á ganginum stóðu Níls litli (sem er á sömu leikskóladeild og Hilmir) og föðurbróðir hans sem býr á neðri hæðinni í blokkinni okkar.
Föðurbróðirinn túlkaði fyrir Níls (sem, líkt og Hilmir, er enn í dálitlum erfiðleikum með að koma löngum setningum útúr sér); "við erum niðri í bakgarði... má Hilmir koma út að leika?"

Þetta var dálítið stór stund.
Mér finnst litli strákurinn vera næstum orðin fullburða krakki þegar vinir hans eru farnir að spyrja eftir honum út að leika ;)

12 maí 2008

Sirkuslíf

Posted by Picasa
Það var frumferð tveggja drengja og feðra þeirra í sirkús í gær. Ég er náttlega alvön sirkúsmanneskja en lét það sko ekki aftra mér frá því að fara með... alltaf jafn ævintýralega gaman.
Strákarnir (litlu) sátu spenntir mestanpart sýningarinnar, úðuðu í sig poppi og hrifust af loftfimleikum, úlfaldashowi og kisuáhættuatriðum.

Allt mjög spennandi.

Hinsvegar.... ef Hilmir er í dag spurður "hvað sástu svo í sirkúsinum?" rifjar hann fyrst af öllu upp þegar við vorum á leiðinni heim ÚR cirkusnum og búið var að hleypa fílunum út á grasblettinn fyrir utan. Þarna gengu þeir um einsog þeir ættu heima þarna á sænsku túninu, án girðingar og alles. Og svo... jújú.. þetta er nú það sem dregur hvað mesta athygli þegar maður er að verða 3gja ára.. "Fílinn BAJSAÐI!" (skeit)

Einstaklega glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir skóbúnaðinum sem Hilmir skrýðist hér á efstu myndinni. Þetta eru nýju sandalarnir hans. Og já þeir eru bleikir. Það voru bara til tveir litir, bleikt og hermannagrænt. Hann fór næstum að gráta þegar hann fékk þá grænu á lappirnar og reif þá af sér á undraverðum hraða. En einsog allir vita þá geta alvöru karlmenn bæði grátið og klæðst bleiku. Líka á fótunum !



Posted by Picasa




Posted by Picasa

07 maí 2008

Stórubarnadeild

Ekki oft sem að Hilmir bókstaflega hleypur inná leikskólann sinn á morgnana og lítur varla um öxl þegar ég kveð.
Hann fékk nefnilega að vita það í morgun að hann ætti að fá að fara í smá heimsókn yfir á eldribarnadeildina á leikskólanum. Sú deild heitir "Tallen" og þar eru börn frá 3-5 ára. Mjög spennandi allt þar enda eru leikföngin ætluð eldri börnum og í miklu meira úrvali en á hans litlubarnadeild.
Heimsóknirnar á Tallen eru í þeim tilgangi að venja börnin við þeim breytingum sem verða í ágúst en þá á Hilmir ásamt fleirum jafnöldrum af "Kotten" að skipta um deild.
Ég er nokkuð viss um að það eigi eftir að vera glaður strákur sem byrjar á Tallen í sumarlokin. Allar svona breytingar eru til hins góða ! :)

06 maí 2008

Vor = Eyrnabólga

Sá tími árs komin sem við fjölskyldan köllum "eyrnabólguárstíminn". Ábyggilega ekki margir sem gera það á vorin og sumrin !
Hilmir var búin að vera að toga í vinstra eyrað í nokkra daga. Í gærkvöldi fór hann svo að kvarta "ont í eyranu" og var dáldið mikið leiður. Sofnaði þó en vaknaði stuttu seinna alveg óhuggandi. Eftir hálftíma grátur og gnístan tanna datt mér loksins í hug að spyrja hann bara hreinlega að því hvað væri að. "Oooooont í eyyyyyrraaa!!!" varð svarið. (Stjúpid me að hafa ekki spurt fyrr?!)
Alvedon lagaði guttann sem sofnaði aftur og svaf vært.
Hann kvartaði svo ekkert í morgun þannig að við létum hann á leikskólann enda fær hann aldrei hita þó hann sé með eyrnabólgu.
Heimsókn til heimilislæknisins staðfesti gruninn og hann skrifaði uppá pencilín.
EN !
Í þetta skiptið ætlum við að láta á reyna að leyfa honum að hrista þetta af sér sjálfur. Það á víst að vera hægt í vissum (og flestum) tilfellum og svo framarlega sem það er hægt að slá á sársaukann með Alvedon á nóttunni, hann fær ekki hita eða fer að leka vökvi úr eyrunum þarf í raun ekki að meðhöndla með pencilíni.
Sjáum til hvað gerist ;)