Litli og stóri... Hilmir og Valtýr

29 maí 2006

Mömmubus

Ekki er nú leiðinlegt að fá að busast með Hilminum sínum þegar hann vaknar glaður og hress af síðdegisblundinum sínum....
Þýðing; Bus = grínast, hnoðast, fíflast, hamast á :) Posted by Picasa

25 maí 2006

I stand alone.....

Posted by Picasa
Hann gæti staðið svona heilu og hálfu dagana ef það stæði til boða... bleyjulaus, með Baby Einstein í gangi á sjónvarpinu og með Cheerios fyrir framan sig á borðinu.

Ekki flókið líf það.

Hann á eftir að hata mig fyrir að hafa birt af sér rassamynd á netinu. En ég hef allavega 10-15 ár til að gera verri hluti en það ;)

22 maí 2006

9 mánuðir liðnir....

Hilmir varð 9 mánaða á laugardaginn. Deginum var fagnað með villibráðamatarboði og sigri Finna í Eurovision ;)
Mér var bent á það að hann væri núna búin að vera jafn lengi "inni" og "úti". Furðulegt að hugsa það þannig samt ... eru virkilega komnir 18 mánuðir síðan við horfðum á þungunarprófið inni í eldhúsi rétt áður en við fengum okkur kvöldmat með þúsund mílna "omygod" störu á hvort annað ?!
Annars er heimilishaldið í góðum gír þessa dagana og fullt af örvun sem Hilmir fær því Sara systir og Gísli eru í heimsókn hjá okkur frá Íslandi. Þau færðu Hilmi sandkassadót eftir verslunarferð í gær sem við stefnum á að prufukeyra í vikunni. Vonandi að hann þurfi ekki að éta sandinn oft til að fatta að hann sé ekki bragðgóður.... ef ekki þá styrkist bara ofnæmiskerfið ;)

18 maí 2006

Cykla

Posted by Picasa
Posted by Picasa

Nýr Lance Armstrong er í uppsiglingu hjá okkur foreldrum Hilmis og stefnum við á að hann hjóli Tour d´France árið 2033. Æfingarbúðirnar hófust í dag með því að venja hann við reiðhjólið með því að ferja hann um í sínum eigin hjólastól aftaná hjá pabba sínum.
Honum líkaði svo vel að hann fór að kjökra þegar Ingó reiddi hjólið (og Hilmi á því) inn aftur eftir að hafa hjólað nokkra hringi í hverfinu.
Erum ánægð með drenginn okkar og stefnum á fína hjólatúra með hann aftaná í sumar.

Hjálmurinn er náttlega líka extra flottur ;)

16 maí 2006

Breytt dagsskipulag

Erum að breyta dagsskipulaginu hjá Hilmi í takt við aukin þroska, þörf til að vera vakandi lengur í einu, borða öðruvísi o.sfrv.
Fyrir það fyrsta þá neitaði hann að borða graut á kvöldin. Var orðin algjör barningur og oft þurftum við bæði að leika, syngja og dansa til að hann héldist við að borða þetta grautarsull. Ákváðum þessvegna að gefa honum bara brauðsneið og ávöxt í "kaffitímanum" og að hann fengi svo kvöldmatinn sinn um leið og við um 6-7 leytið. Fúnkerar glimrandi og allir ánægðir með sitt. Sefur alveg jafn langan nætursvefn og við þessvegna bara fegin þessari breytingu.
Það næsta var að fá hann til að sofa 2 langa lúra yfir daginn í staðinn fyrir 3 mis-stutta. Komumst að því að ef við bjóðum honum að leggja sig inní hjónarúmi þá sefur hann miklu lengur en útí vagni. Fer augljóslega betur um hann þar en úti í hitanum og kannski líka látunum af bílum/fuglum/fólki.
Það þriðja er ennþá í vinnslu..... brjóstagjöfin.... þegar stráksi er farin að narta þá er komin tími til að hætta ;)

11 maí 2006

Spurning dagsins

Spurning og getraun dagsins er:
Hvenær verður Hilmir farinn að ganga ?
Vegleg verðlaun í boði (matarboð, blómvöndur, innrömmuð mynd af Hilmi að taka fyrstu skrefin og að sjálfsögðu heiðurinn af því að hafa gískað rétt).
Á tæplega tveim vikum er hann búin að ná tökum á eftirfarandi;
- standa stöðugur í báða fætur
- standa flötum fótum (engir ballerínutaktar lengur með því að standa á tánum)
- reisa sig upp sjálfur
- setjast niður sjálfur
- standa/sitja á hnjánum
og svo nýjasta nýtt....
- ganga meðfram ! Réttir meira að segja oft út hendina til að biðja mann að hjálpa sér að komast þangað sem honum langar.

Þetta þykir okkur ótrúlegt þroskastökk og bíðum ofurspennt að sjá hverju hann tekur uppá næst.... ætli hann verði farin að ganga eftir mánuð ? tvo mánuði ? tvær vikur ?
Make your lucky guess !!

09 maí 2006

Í blíðunni...

Posted by Picasa
Svoleiðis bongóblíðan sem leikur lausum hala í borginni þessa dagana.... 22 stiga hiti á hverjum degi !
Hilmir fær að sjálfsögðu að njóta góða veðursins líka með löngum göngu- kaffihúsa- og lautarferðum. Ég fór og keypti á hann þennan forláta sólhatt (sem öll börn hér í borg skrýðast á þessum árstíma) og hann var óvenju fljótur að venjast honum, þ.e. hætta að rífa hann af sér eftir 2 mínútur ;)
Verður líka að viðurkennast að hann er pínu "kjút" svona !

07 maí 2006

Gæjinn !

Posted by Picasa
Litli strákurinn minn er orðin að stórum-litlum strák... ekki fyrr farin að skríða en hann rís á lappir og er svo farin að reyna að ganga meðfram. Liggur á ... liggur á...
Fannst hann einhvað svo "krakkalegur" í þessu outfitti, komin í strigaskó og alles !
Verður farin að heiman áður en ég veit af ;)

06 maí 2006

Sofandi risi

Posted by Picasa
Ekki ósjaldan sem við komum að Hilmi sofandi svona í rúminu sínu. Hann sofnar nefnilega sjálfur á kvöldin og byltir sér og kemur sér vel fyrir einsog honum sjálfum finnst þægilegast... og það er svona ! Lítur helst út einsog hann sé á leiðinni að kæfa sig en sængin er ekta íslensk æðardúnssæng og þessvegna létt og góð... og hættulaus ;) Augljóslega einhver notaleg öryggistilfinning sem hann tengir því að breiða svona yfir andlitið á sér !

Til að útskýra (fyrir þá sem taka eftir því) afhverju hann er með bleyjuna útúr óhnepptum náttgallanum; hann fékk heiftarlega í magann og brann ílla á bossanum í kjölfarið. Þurftum þessvegna að vera vakandi fyrir því ef hann skyldi láta aðrar "bombur" falla meðan hann svæfi. Auðveldaði bara aðganginn fyrir okkur að hafa hann svona óhnepptan.

02 maí 2006

Flúnkunýjar myndir og sagan af Sabai Song

Vorum svo óvenjudugleg að taka myndir í aprílmánuði að okkur fannst tilefni til að setja strax myndasyrpu á heimasíðuna okkar.
Þar má meðal annars finna mynd af Hilmi í fyrstu alvöru-veitingahús-að-kvöldi-til-ferðinni sinni (McDonalds kl. 18 á virku kvöldi telst ekki með). Frumraunin var semsagt þreytt á sunnudaginn, við Ingó pöntuðum borð í tæka tíð... allt vel skipulagt... fórum strax eftir kvöldmatinn hans og vorum mætt vígbúin og prúðbúin á Sabai Song sem er uppáhalds tælenski staðurinn okkar. Hilmi til skemmtunar og afþreyingar voru allskyns leikföng, kex, brauð, havre-fras til að tína uppí sig, japl-net með ferskju inní...
Við pöntuðum bæði drykk og mat í sömu ferðinni... engir fordrykkir eða matseðlapælingar, þjónustustúlkan mátti þarmeð skilja það að við værum ekkert að dútlast þarna... rækjusnakk kom á borðið og var étið á innan við 2 mínútum... allt gekk vel... Hilmir sjarmaði alla í sjónlínu sinni... gott gott.... tíminn leið... og leið... Hilmir fór að verða pirró og var tekin í "skoðunarferð" um veitingastaðinn... engin matur....pirran jókst...
Eftir nærri klukkutíma bið gáfumst við upp og fengum matinn með okkur í Take-Away. Hétum því að næst færum við á minni vinsælli stað eða á virku kvöldi.
Hefði gengið upp annars.
Hilmir var til fyrirmyndar fyrstu 45-50 mínúturnar :)
Þarmeð lítum við á þetta sem ansi vel heppnaða veitingahúsaheimsókn. Svona.. næstum því....